þriðjudagur, ágúst 19, 2003

ég var að hlusta á sónötu eftir Vivaldi við La Follia. þvílíkt rokk! talandi um að barrokk sé, jah.... rokk!
þetta er ábiggilega skrifað fyrir strengjasveit þar sem allir meðlimir eru með 3 hendur og 7 putta á vinstri hendi. jahérna. kaupa kaupa!
jáhá ég fór í leikfimi í gær hjá henni Báru bjútí. það var bara mjög fínt og skemmtilegt. en líka ÓGEÐSLEGA erfitt og sveitt. svo lækkaði ég meðalaldurinn um svona 10 ár. alltaf gaman að vera litla barnið. jess.
allavega svona stundum.
svo fór ég í sund í morgun, þetta endar bara með því að ég hætti að vera hnöttótt, drottinn minn dýri!
en þá byrja ég nottla fyrst að vera hamingjusöm og ánægð með lífið (sagt með kaldhæðnistón til að hnekkja á hjartavernd -og fleirum).
svo eru það bara upptökur í kvöld. er að fara að syngja inná disk með Pál Óskari og Moniku. jóladiskur sko....
maður er svo important það hálfa væri nóg