fimmtudagur, janúar 13, 2005

Skömm í hatt

ég verð nú bara að gjöra svo vel og skammast mín.
var að fatta það að ég hef ekki sett link yfir á STÓR vinkonu mín og sálufélaga, samviskurauðvíns samdrykkjunaut og allra handa yndæli, hana Siggu mína!
skammi skamm tóta litla.

ég vona að heimsókn í byrjun febrúar með rauðvín, ekkimjög dýra osta og sultu, bæti þér þetta upp, elsku hjartans Sigga mín.

afsakið veröld

bólur

ég er með RISA stóra bólu á hökunni. hún er svo ógeðslega stór að ég get ekki kinkað kolli svo vel sé. hún er búin að vera þarna í nokkra daga og ekki gera neitt nema stækka og breikka og vera mér og öðrum til ama og leiðinda. sérstaklega mér þó og fólki sem er að bíða eftir því að ég kinki til þeirra kolli.
og ekki nóg með það. haldiði að "litla" krúttið hafi ekki bara boðið vinkonu sinni í heimsókn, svo að núna er ég með TVÆR stórar bókur á hökunni.
hvað næst?! bóla á mitt ennið?!