þriðjudagur, apríl 22, 2003

jey!
ég er chandler!! hehe
reyndar var ég aðhorfa á friends á laugardaginn og SJETT hvað þeir eru orðnir þunnir. ég hef reyndar lítið horft á þættina (því miður) en í minninu á mér voru þeir miklu fyndnari og mi-hi-klu-hu skemmtilegri...




I'm Chandler Bing from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.




Er hægt að vera meira Eskimó-beib?




KOMNIR MYNDIR Á www.baldurmegabeib.com!
frá því á skemmtilegustu árshátið í heimi. vá hvað var gaman.
ég veit nú ekki hvort ég megi vera að auglýsa þetta svona... sumt fólk er svo ótrúlega spéhrætt á myndirnar sínar. skal þá engin nöfn nefna... en hey. Baldr fer þá bara í MassaFýlu út í mig og neitar að þiggja af mér bjór næst þegar ég sé hann.
hehe. ég þekki mitt fólk ;)
mikið hefði nú annars bætt rós í blómvöndinn að hafa hana döggu litlu sætu systir með... úff. þáhefði nú rokkið ROKKAÐ!

ég fæ þvílíkt nostalgíu kast að skoða þessar myndir! argh, hvað var GAAAAAAAAAAAAAMAAAAAN!!!!!
Gullfuglinn

Nú er hann floginn frá mér á ný
fuglinn minn gyllti
um tíma sér tyllti
við hlið mér og söng
og mitt hjarta af hamingju fyllti

Nú er ég einmana orðin á ný
ekkert mér ánægju gefur
sólin í hafinu sefur
á botninum rótt
svo myrkrið mig alla umvefur

Nú þrái ég heitast að sjá hann á ný
og heyra sönginn hans hljóma
böðuð sumarsins ljóma
og brosa mót sól
í faðmi blómstrandi blóma.
tóta litla svaf svo aldeilis yfir sig í morgun, að annað hefur nú varla nokkurn tíma gerst. lét klukkuna hringja kl. 7 og ætlaði að vera mætt 8 í fjörið á skjaló, en viti menn, rýk upp með andfælum þegar klukkan er 10 mín yfir 10. var nefnilega að dreyma hann Hrafn sem vinnur með mér.... brrrr