fimmtudagur, september 09, 2010

4 vikur á morgun

...YEEEEAAAAH!
bara ef þið skylduð vera að pæla, þáer EKKI hægt að taka mynd af því hvað Horatio Caine er ÓGEÐSLEGA SVALUR. svo finnst mér Eric Delko sætur og líka þarna Bóa-Vista gellan, en það er kannski af því að hún minnir mig á einhverja disney fígúru... íkorna held ég.
EN í öðrum fréttum er það helst að Þorsteinn Jakob Jónsson fæddist með miklum látum 13. ágúst og hefur allt blessunarlega legið niðri síðan þá. enda er varla annað hægt en að sitja/standa bara endalaust og dást að manninum, sem er bæði fallegasta og gáfaðasta barn sem hefur fæðst í heiminum :)
jónsæti tók sér meira að segja sumarfrí svo við gætum nú bæði setið/staðið og starað á afkvæmið. þvílíkt stuð. byrjendamistökin eru öll á undanhaldi, við Þorsteinn erum meira að segja farin að drekka brjóst svo að segja þjáningarlaust (ég fékk sár :/ ógeðslega vont) og stundum fáum við foreldrarnir ráðrúm til að gera eitthvað annað en sofa þegar ÞJJ ákveður að leggja sig. núna tók ég t.d. til í eldhúsinu og fann dauða flugu rétt hjá hraðsuðukatlinum. sem er náttúrulega stórkostlegt, en það sem meira var, allar fæturnar voru dottnar af henni :S wtf?
það er nú líkast til af því að við jónsæti erum búin að maraþon-horfa á CSI:Miami núna í sumar (SJÖ þáttaraðir thankyou), en mér langaði um leið að rannsaka málið til hlýtar... gera tilraunir í hvítum slopp (samt með uppsett hárið og mega-make up... gleymum ekki pinnahælunum), fletta upp í tölvukerfinu þannig að komi "bíb-bíb-bíb" hljóð og finna svo "perfect match" á einhverju fingrafari.
en gerði það ekki... ryksugaði bara í staðinn.
allt að gerast á H64 :)

og btw þá opnuðum við myndasíðu með fallegum myndum af myndarlega fallegs-barninu okkar á http://nonniogtota.shutterfly.com/ en það þarf lykilorð til að komast inn... just ask for it :)