þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
mánudagur, maí 05, 2003
ég átti alfeg eftir að óska honum Guðna Karli til hamingju með afmælið, en hann varð Tvítugur í gær, Hinn Fjórða Maí. mjög gaman að því.
til hamingju Elsku Guðni. megi mátturinn vera með þér á þeirri hálu braut sem þú munt brátt stíga inná.
jeeeeesss....
við hefðum nú kannski átt að syngja afmælissönginn á Hljómeykis-kóræfingu þar sem við vorum nú á annað borð að syngja. sting upp á því næst. þau eru alltaf svo hress þarna í Hljómeyki. jájá!
talandi um Döggu systur og samræmdu prófin. þá er hérna hægt að sjá Náttúrufræðiprófið sem litla skinnið var í morgun og sjá hvort maður gæti komist uppúr 10. bekk.
mikið er ég fegin að það voru bara 4 samræmd próf þegar ég var í þessu. ég hefði aldrei nennt að læra þetta allt saman.
mikið er ég fegin að það voru bara 4 samræmd próf þegar ég var í þessu. ég hefði aldrei nennt að læra þetta allt saman.
það var einhver Geimveira að linka á mig. ég veit ekkert hver þetta er. nú er ég komin með tvo linka yfir á fólk sem linkar yfir á mig án þess að ég viti hverjir þetta eru. nú verða Eyfi og Dagga systir alfeg brjáluð, þau eru svo drullu-forvitin :) hehe. gott hjá þeim að vera svona forvitin.
en ég veit samt að þessar kellingar þekkja mig ekki MJÖG vel því á báðum stöðum er ég skrifuð Tóta með Stóru Téi...
en ég veit samt að þessar kellingar þekkja mig ekki MJÖG vel því á báðum stöðum er ég skrifuð Tóta með Stóru Téi...
djöfull var beilað á mér í morgun! meira pakkið sem ég þekki, þykist vera í prófum! ég er svo aldeilis bit. svo var ég svo geðvond að ég nennti ekki að vekja mömmu. og ekki batnaði skapið þegar ég kom niður að sundlaug kl. 6:20 og uppgvötaði að það opnar ekki fyrr en 6:30!!! skítasundlaug!!! svo var ógeðslega mikið af fólki að synda, svo maður þurfti að vera MEÐ einhverjum á braut. ég þoli það ekki og enda yfirleitt á því að klessa á einhvern. reyndar var mikill meirihlutinn Ga-ham-a-halt fólk sem synti svo ógeðslega hægt að ég get með engu móti skilið hvernig það hélt sér á floti. svo var einn gaur við hliðina á mér sem var eitthvað voða matsjó. og það kom rakspíralykt þegar hann synti framhjá. án gríns! hvað er fólk eiginlega að spá? fyrr má nú vera fokking fílan af manninum, ef hann heldur að hún berist í vatni!
en allavega... þetta batnaði nú örlítið þegar á leið og svo var sólskin mikið svo ég fékk freknur á bringuna. þannig að þetta var nú ekki alslæmt. alls ekki.
:)
fimmtugsafmæli DAUÐANS á föstudaginn hér á skjaló. þvílíkt rokk og ról fram eftir öllu. eða svona þannig, byrjuðum reyndar svo snemma að við vorum dauð uppúr miðnætti. úff. djöfulsins stemmari. :) sem betur fer munum við öll ekki allt, svo allir eru jafn vandræðalegir. samt nett. nettast af öllu var þó það að ég hélt ég væri búin að týna símanum mínum, en fann hann svo undir rúmi. þvílíkt hugboð. og fann í leiðinni bláu náttfötin mín sem ég er búin að vera að leyta að í marga mánuði. svo tókst Arnari næstum því að plata mig á djammið laugardagskvöldið líka, en ég hélt mig við vídjó gláp og nammi át með honum Vigni mínum (hverjum öðrum ;)), Eydísi og Fríðu. við þurftum reyndar að beita Fríðuna frekar miklu harðræði til að koma henni útúr húsi, en tókst að lokum.
svo var bara hljómeykisæfing í gær, ótrúlegt en satt. æfðum meira að segja heilan helling. sem minnir mig á það að ég verð að grafa upp þessi lög á netinu svo ég geti nú lært þetta á augabragði og hætt að vera eins og algjör api á æfingum. ekki það að það sé slæmt að vera api, það er til fullt af apalegu fólki sem hefur það bara ágætt.
jess....
svo var bara hljómeykisæfing í gær, ótrúlegt en satt. æfðum meira að segja heilan helling. sem minnir mig á það að ég verð að grafa upp þessi lög á netinu svo ég geti nú lært þetta á augabragði og hætt að vera eins og algjör api á æfingum. ekki það að það sé slæmt að vera api, það er til fullt af apalegu fólki sem hefur það bara ágætt.
jess....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)