mánudagur, maí 05, 2003



djöfull var beilað á mér í morgun! meira pakkið sem ég þekki, þykist vera í prófum! ég er svo aldeilis bit. svo var ég svo geðvond að ég nennti ekki að vekja mömmu. og ekki batnaði skapið þegar ég kom niður að sundlaug kl. 6:20 og uppgvötaði að það opnar ekki fyrr en 6:30!!! skítasundlaug!!! svo var ógeðslega mikið af fólki að synda, svo maður þurfti að vera MEÐ einhverjum á braut. ég þoli það ekki og enda yfirleitt á því að klessa á einhvern. reyndar var mikill meirihlutinn Ga-ham-a-halt fólk sem synti svo ógeðslega hægt að ég get með engu móti skilið hvernig það hélt sér á floti. svo var einn gaur við hliðina á mér sem var eitthvað voða matsjó. og það kom rakspíralykt þegar hann synti framhjá. án gríns! hvað er fólk eiginlega að spá? fyrr má nú vera fokking fílan af manninum, ef hann heldur að hún berist í vatni!
en allavega... þetta batnaði nú örlítið þegar á leið og svo var sólskin mikið svo ég fékk freknur á bringuna. þannig að þetta var nú ekki alslæmt. alls ekki.
:)

Engin ummæli: