föstudagur, október 04, 2002

úff. klukkan að verða hálf sjö og ég sit hérna ennþá inná skjaló. reyndar er ég alfeg alein og það er bara ekkert gaman.
svona þannig.
vantar útvarp hérna niður á skemmtistaðinn "hæð 2". hmmm. ég ernú búin að vinna helling og líka hanga á netinu helling og hef komist að því að eiginlega allar heimasíður sem ég hef skoðað eru leiðinlegar. og flestir sem blogga, eru algjörir kjánar.
svona eins og ég.
úff.
ég var aðskoða heimasíður hjá háskólanum, eftir deildum. eftir að hafa skoðað örfáar heimasíður stúlkna í hjúkrun, þá er ég bara við þaðað kasta upp. ég er orðin þunglynd og ómöguleg eftir að hafa lesið þetta.
þvílík hörmung.
ég held ég fari á kaffi hús eða eitthvað að reyna að hressa mig við.
jeremías minn.
þannig að ég bið að heilsa ykkur öllum og óska ykkur góðrar helgar.


sérstaklega þér Eyfi minn. 3 vikur og 1 dagur. ég sakna þín ennþá.
hei!
ég er semsagt hætt ða vera fúl út í Vigni, því að hann snarbætti ráð sitt og setti link á mig á blogginu sínu.
mjög skynsamlegt af drengnum þeim, enda ekki mjög svo vitlaus.
jamm jamm
gaman gaman
ég er HÓMER!!!
jeeeeeeeaaaaaah!!!!

I'm Homer! Click here to take the test!

svo vil ég nota tækifærið til að ítreka fýlu mína og óhressilegheit út í og út af Vigni Frey Helgasyni sem ekki setti þessa fallegu síðu á linka-dálkinn sinn, þeas, það er HVERGI minnst á fallegu MIG á síðunni hans. SAMT er hann búinn að stela fullt af minni síðu, eins og þetta með að hafa Löggu í gestabókinni og kalla Berglindi "ógurlega laganema".
HRUMPF!!!!
og svo er hér flottasta slagorð sem ég hef séð! :)

Ferðaskrifstofa stúdenta- Fer alveg með þig
Ferðaskrifstofa stúdenta

húhúhú!!
svo er ég Jasmine!! mig langaði nú mest til að vera Esmeralda úr Hringjaranum, hún var svo mikið beib. en jæja...


I am Jasmine!
Which Disney Princess are you?



You're Jasmine!

You are one of the first Disney princesses to stand up for her rights as a woman. While you may NOT be a prize to be won, you are still quite the hottie, especially in that red harem girl outfit. Even when things may not seem the best at home, try to remember that running away from your problems solves little. You are easily tricked and manipulated, both by your enemies and people who love you. You have a special fondness for tigers.
hey!!!
ég er appelsínugult skittles!!!!
jibbíjibbíjibbí.

reyndar finnst mér það fjólubláa best.

I'm orange. What colour are you?
What colour of Skittle are you?
jæja, föstudagsfiðringur komin í fólk, eða kannski föstudagsFIRÐINGUR. eins og hafnFIRÐINGUR.
hmmm.
eða ekki.
allavega. ég held ég verði nú bara að stansa við í stutta stund og skrifa svolítið um verslunarmiðstöðina Fjörð. svona fyrst ég er að tala um hafnarfjörð á annað borð.
ég er nefnilega þess fullviss að kaffihornið undir rúllustiganum sé tímasuga. þ.e.a.s. svona staður þar sem tíminn líður hraðar en á öðrum stöðum. eins og bara rétt í þessu. ég kom niðrí miðbæ og rétt svo sá í rassinn 140 (hafnarfjörður-garðabær-kópavogur-reykjavík) og ákvað að bíða eftir næsta. það var nú líka eiginlega það eina sem hægt er að gera ef maður missir af strætó...
en allavega, ég fer og kaupi mér kaffi-gó labba með það undir rúllustigan þar sem meint tímasuga er, tef af mér víóluna, sest með kaffi-góbollann minn, tek af mér trefilinn og fæ mér bita af snúðnum mínum. og SWÚMSSS! næsti strætó er brunaður framhjá.
þetta tel ég mjög athyglisvert í því ljósi, að kaffihornið er EKKI langt frá bakaríinu og trefillinn minn var bara með einföldum hnút og aðeins í einum hring í kringum hálsinn á mér.
ergo.... s.s kaffihornið undir rúllustiganum er tímaSUGA.
þegar ég er orðin gömul og feit (ari), þá ætla ég að skrifa vísindaskáldsögu um þennan skrítna stað í Hjarta Hafnarfjarðar.