miðvikudagur, apríl 23, 2003



jæja. síðasti vetrardagurinn komin til kastanna. og allt ætlar um koll að keyra. nema ég verð ekki á bíl, stefni á glimrandi glansandi hommadjamm með Arnari sæta og Haffa Oooooofur sniðuga, skemmtilega, stælta, fallega og myndarlega (ætla að sleikja hann soldið vel upp svo hann bjóðist til að klippa mig fallega fyrir lítinn pening (hí hí)).
en það sem verra er, að fyrst þarf ég að spila á tónleikum með tónó í rvk, tónsmíðadeild. ælupoka takk!
kannski verður þetta ekkert svo slæmt, ha... þórunn vala dúllurassgatið mitt verður að syngja með og svo er ella vala, stulli og svafa ekki langt undan (hið himneska horntríó). sitja reyndar bara rétt hjá mér í einu verkinu. og Finnbogi "krúttiðsemeralltafmeðlokuðaugunámyndum" verður að spila með og ef ég þekki hann rétt, þá má maður nú aldeilis eiga von á góðu flippi á þeim bænum. þannig að ég verð umkringd skemmtilegu og fallegu fólki, hvað er ég að kvarta þótt tónlistin sé verri en andskotinn sjálfur og hljómar eins og midi útgáfa af ísskáp að hrynja niður stigapall?
mér er spurn? en VÓ! verð að drífa mig í ríkið áður en örtröðin byrjar. maður vill nú ekki lenda aftarlega á merinni. helvítis merin maður....
en Gleðilegt sumar krúttin mín sem eruð svo sæt að lesa bloggið mitt :* án ykkar væri ég ábiggilega ekki svona ógeðslega hress alltaf hreint (jesssss.....)
gott ef að Þetta sé ekki ein mesta snilld sem upp hefur komið lengi. Andrew Carlssin, we salute you!



Begga bjútí, sem er by the way, komin með nýja bloggsíðu sendi mér þennan líka ótrúlega netta link. ég er búin að veltast hér um af hlátri, sérstaklega þátturinn um útileguna... hoho!
en jó!
EKKI fyrir viðkvæma :) :)
þetta er samt ótrúlega nett! ég er með svo sick humor.
ég var að fatta í enn eitt skiptið hvað ég er ógeðslega leiðinleg. stundum fer fólk ótrúlega í taugarnar á mér, þó það sé ekki að gera neitt. meira að segja stundum þegar að fólk er vingjarnlegt við mig þá fer það í taugarnar á mér. jesús. svo sofnaði ég næstum því í hádeginu, en reif mig upp og vaskaði upp. eins gott það verði kaka í kaffinu mér til heiðurs!

Enginn er svo nískur að hann tími ekki að spara.
Oft gerist sjaldan nema stundum.

Betra er að ganga fram af fólki en björgum.

Betra er að fara í bíó en taugarnar á fólki.

Betra er langlífi en harðlífi.

Oft má lík kjurrt liggja.

Margur verður ekki róni fyrr en hann er orðin róni