föstudagur, október 25, 2002

talandi um góða og yndislega daga... þá fékk ég líka 3 bréf með póstinum í dag. eitt frá euro, sem við viljum ekkert meira vita um og svo eitt frá hinum ramm-kaþólska Stephan Lúttich og eitt frá mega-beibinu Stefaníu, sem er stödd í Hollandi.
ég las bréfið hans Stebba í strætó og flissaði eins og vitleysingur og sagði "oooh" og "aaah" á mismunandi stöðum. fólk horfði á mig.
svo er ég að spara bréfið frá stefaníu þangað til á eftir... :)
oh, það er svo gaman að frá bréééééééf!!
ég fékk líka bréf frá Eyfa á miðvikudaginn, þar sem hann var að segja mér að hann væri búinn að kaupa afmælisgjöfina mína og það væri einn sætur sænskur píanóleikari í skólanum. tíhíhí!!!
má ég minna fólk á að ég fer til hins hræðilega Lon-Don eftir 40 daga. fjárframlög vel þegin (sjá fyrr í postinu, þar sem minnst er á bréf frá ónefndu fyrirtæki...)
hin ótrúlega svakahressa og þvengmjóa tóta er mætt enn á ný og var svo óóógeðslega hress í morgun að ég hreinlega SVAF til hádegis og fór svo í sund og synti 30 ferðir. það gera 15 ferðir ef maður telur 2 ferðir sem 1.
allavega tel ég mig manna ferskasta.
manna ferskustu?
manns ferkstu?
mannaferskju?
manneskju?
ble?

gott hjá mér.