föstudagur, mars 05, 2004

Ess-Á
ég ákvað að vera með í S.Á. þetta skiptið, aðallega af því að þeir eru að spila Beethoven 5 (read it and weep, Baldur Páll), einhvern hommalegan ballet forleik sem heitir Prometheus og svo píanókonsert nr. 3. éger búin að mæta á eina æfingu, skrópaði meira segja hjá herra hári til að komast og það var stórkostleg æfing. Tryggvi Baldvinsson er að stjórna og hann er bara mjög góður, jájá. en veðrið var aftur á móti svo afspyrnuslæmt að manni var á tímabili hætt að standa á sama þarna í seltjarnarneskirkju, það brakaði og brast í öllu. soldið töff samt, sérstaklega þegar maður er að spila fyrsta kaflanum af fimmunni (eins og við prófessjónal fólkið köllum beethoven nr. 5). en pojntið með þessu öllu var að segja frá því að núna er ég að hlusta á upptöku af verkinu með hinni ágætu "New Philharmonia Orchestra" og herra Otto Klemperer er að veifa priki. en þetta ágæta fólk spilar þetta svo hægt að maður missir liggur við áhugann á milli takta.
bara svona að taka það fram að S.Á. er ekkert endilega alltaf að spila undir tempói...
bætti inn snildarlegum linki yfir á mjög svo skemmtilega síðu sem hægt er að setja kaffi útí. já það er engin lygi. síðurensvo.
en sá ágæti eigandi síðunnar kallar sig Ljenzherrann af Kaffistekt og er það gott hjá honum. ef þið vitið ekki hver hann er þá verðiði bara að gjöra svo vel að vita það ekki áfram, því ekki veit ég það.
stemmari.
ég er í peninga-bömmer. djöfull er það glatað. :(
snilldin ein! við höskuldur stefnum á heimsyfirráð í fiskakerum Bloggara! komiði ef þið þorið! grrrr!


Höskuldur

Neon Tetra
Agility
5
|Strength
8
|Stamina
4

Battle Rating
17

Origins
Höskuldur was found swimming around in a toilet bowl


Can your fishy beat Höskuldur ?


bara prófa


prófa prófa prófa
heili?
í morgun fór ég uppí tónlistarskólann í Reykjavík klukkan níu og ætlaði á æfingu. ég var samt ekki viss hvort það væri æfing með miss Berglindi eða Miss Svöfu. sem er kúl. svona þannig. tala nú ekki þegar er svo hrottalega hált úti að ég fór á fimmfalt hægari hraða en venjulega, og er ég þó ekki hraðgeng kona. en þegar ég komst loksins klakklaust inn í húsið við holt það er kennt er við skip, þá var inni allt slökkt og engin heyrði ég hljóðin, hvorki flautur né horn. þeim mun síður strengi. ég ákvað eftir smá stund í myrkrinu að kveikja ljós og skoða dagbókina mína.
æfingarnar eru eftirfarandi:
Berglind, laugardagur kl: 11 og Svafa, mánudagur kl: 9.
dæmigerður morgun í lífi hinnar heilalausu tótfríðar.
eftir þessa mikla uppgvötun arkaði ég afstað uppá þjóðskjalasafn og var nærri því dáin úr hálku alla leiðina. Svo tók ekki skárra við, herra Skúróvits var að breyta stigaganginum marmaralagða í lítinn og huggulegan vatns-skemmtigerð.
svei mér þá ef mig langar bara ekki að fara heim til mín og leggja mig.
dúllukrúttið hún Sif var að senda mér þetta :


Nokkrar þýðingar á íslenskum málvenjum:

The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.

I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.

Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.

I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.

Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.

Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.

He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.

It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.

She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.

He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.

I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.

On with the butter!!! = Áfram með smjörið.

Hahahahahaha = Hehehehehe