föstudagur, mars 05, 2004

heili?
í morgun fór ég uppí tónlistarskólann í Reykjavík klukkan níu og ætlaði á æfingu. ég var samt ekki viss hvort það væri æfing með miss Berglindi eða Miss Svöfu. sem er kúl. svona þannig. tala nú ekki þegar er svo hrottalega hált úti að ég fór á fimmfalt hægari hraða en venjulega, og er ég þó ekki hraðgeng kona. en þegar ég komst loksins klakklaust inn í húsið við holt það er kennt er við skip, þá var inni allt slökkt og engin heyrði ég hljóðin, hvorki flautur né horn. þeim mun síður strengi. ég ákvað eftir smá stund í myrkrinu að kveikja ljós og skoða dagbókina mína.
æfingarnar eru eftirfarandi:
Berglind, laugardagur kl: 11 og Svafa, mánudagur kl: 9.
dæmigerður morgun í lífi hinnar heilalausu tótfríðar.
eftir þessa mikla uppgvötun arkaði ég afstað uppá þjóðskjalasafn og var nærri því dáin úr hálku alla leiðina. Svo tók ekki skárra við, herra Skúróvits var að breyta stigaganginum marmaralagða í lítinn og huggulegan vatns-skemmtigerð.
svei mér þá ef mig langar bara ekki að fara heim til mín og leggja mig.

Engin ummæli: