mánudagur, mars 06, 2006

einfalt = fallegt?

nú spyr ég mig.
það er nú reyndar ekki í fysta skipti sem ég spyr sjálfa mig einhvers. ég spyr mig sjálfa oft að einhverju.
sem er í rauninni mjög kjánalegt, því ég ætti náttúrulega að vita hvort ég sjálf viti það sem ég er á annað borð að fara að spurja.
þessi setning var líka mjög kjánalegt.
en það var nú ekki spurningin.
ég er nefnilega að hlusta á Fimmta kaflann í fræga kvartettinum hans Messiaen, "Louange á l´Éternité de Jésus". sem þýðir eitthvað um jesú og eilífð (takk kæra flensborg fyrir mjög eftirminnilega 7 áfanga í frönsku).
fyrir þessa sem leggja ekki nöfn á minnið, frekar en númer eða tímasetningar, svo ég minnist nú ekki á pin númer, þá er þetta kaflinn með selló sóló og píanó hljómum undir.
laaaaaaangar nótur og svossem ekkert mikið stöff í gangi, eiginlega varla maður greini laglínu og svei mér þá ef að hljómabreytingarnar eru ekki bara líka frekar svona venjulegar.
vá.
það er samt eitthvað við þetta sem er svo óEndanlega fallegt að ég get aldrei hlustað á þetta einu sinni. bara verð að skella númerinu í rípít og sit svo bara og stari út í loftið eins og sombí. nema nottla núna þegar ég náði að rífa mig upp og skrifa um hvað mér finnst þetta fallegt.
en svo fór ég að spurja mig einsog ég var búin að nefna og er þessvegna bæði að skrifa þetta, hlusta á óendalegan jesú og reyna að svara mér sjálfri.
hrikalega mikið lagt á lítinn víólunema.
en spurningin er...
er allt sem er einfalt fallegt?

þetta verk er einfalt og fallegt.
lítið blóm (með titrandi tár) er mjög fallegt og meðað við stóra blómvendi úr Blómaval eða Garðheimum, einfalt.
lítil börn eru fallegust í heimi. ég er ekki að segja börn séu einföld (þvílíkt maus að búa þetta til allavega hehe) en þau eru nú ekki að flækja hlutina með því að tala eða hafa skoðanir og allskonar svoleis = einfalt.
sjórinn er mjög fallegur og hann er bara ekkert nema sjór.... eða eitthvað svoleiðis.

æj þetta er alltof flókið og asnalegt, ég ætla að fara fram og fá mér te.