ekkiannáll part II
það gengur ekkert smá vel með annálinn, er nú þegar búin að móðga einn til ólifs, hehe, svo það er best að halda áfram.
Berglind er kærastan hans Eyjólfs frænda míns og algjör himnasending. allavega var það mjög kærkomið hér um daginn þegar þau skötuhjú dældu í mig bjór svo ég gat varla gengið. en gekk þó. eitt af mínum afbragðsnáðargáfum. um tíma hét hún Berglind Hin á linkalistanum en mér fannst það ákaflega óvirðulegt og breytti því. svona get ég verið afskaplega tillitsöm og smekkleg. Bjarni er næstur og alls ekki síðastur. hann er leiklistarnemandi og eitt sinn sambúandi minn í hafnarfirðinum. ég er ekki alfeg á því afhverju og hvernig við kynntumst fyrst, en mér er það því miður ekki mjög minnistætt heldur þegar ég trauð mér Fyrst óboðin í party heim til hans, en skiptin hafa verið ófá síðan og alltaf er blessaður Bjarnalingurinn með bros á vör. við afrekuðum það í fyrra (svona til dæmis, við gerðum nottla margt annað líka) að fara saman á eina verstu unglingamynd í heimi, Scary Movie 3. en það var nú samt ágætt. fyrir jólin hélt hann party þar sem allir þurftu að koma með pakka, en fengu þar af leiðandi einn. ég fékk lukkutröll með skrítin augu og hafði sjálf gefið ljótt postulíns-egg með smokkum (með jarðaberjabragði) inní. var alfeg himinlifandi :) Björk Níelsdóttir er að læra með mér söng hjá dr. þórunni og er afbragðssöngkona. hún hefur aftur á móti ekki bloggað síðan fyrir mjög löngu síðan svo mér er skapi næst að hreyta einhverju illilegu, en þar sem mér er svo kalt á höndunum ætla ég að láta það vera að sinni. Dagga er systir mín og skemmtilegasta manneskja í heimi. án hennar væri sólin blá og himinn fölgrænn, mosinn fjólublár og kindurnar rauðar. you get the picture. bráðum verður dagga ennþá betri vinkona mín, vegna þess að hún er við það að fá bílpróf. hehe :D ég þekki hana Dagnýju lítið sem ekki neitt, en hún kom með okkur einu sinni á djammið og varsvona líka skelfingi skemmtileg. hún er líka góð vinkona hennar iðunnar (sem um verður rætt síðar) og allir vinir hennar eru allir vinir mínir (pjúk í fötu) ;) Egill er ábyggilega sá sem ég hef nýjast kynnst (uh....hvernig svossem það er orðað) og ákaflega hress strákur. við erum á því að blogg verði kennt í mannfræði eftir nokkur ár og við verðum þá bæði sérstaklega skemmtilegir 2ja eininga valáfangar. egill spilar á píanó og semur tónlist. ein vinkona hans kom í heimsókn frá bandaríkjunum yfir jólin og er með flottasta tattú í heimi. útúrkú. Eiríkur bloggar aldrei og þegar hann bloggar er það algjört rusl. hann er samt megabeib og á síðasta ári stækkaði hann um hátt á annan metra. hann spilar á trompet og ég veit ekki hvað og hvað. stundum langar mig geðveikt til að reyna við hann en man þá skyndilega að hann er ekki nema 16 ára og örugglega ekki með niðurgengin eistu ennþá, svo ég sleppi því (tillitsemin aftur hér allsráðandi)
...pása í bili...