þriðjudagur, maí 06, 2008


jónsæti kominn og farinn. skildi eftir sig skítugan þvott og pakka af súkkulaði rússínum. annað af þessu tvennu er á hraðri leið oní mig.
njamm.
annars allt í gúddí, fólk hérna í west-midlands reyndar í gífurlegu sjokki... það var nefnilega SÓL hér í allan dag og eiginlega bara gott veður, hlýtt og svona. svo nema hvað þurfti ég að spila á tónleikum hálf fjögur og varð aðvera í svörtum fötum í allan dag, druslandi tösku með mér fulla af bókum. þarf nefnilega að skila inn "nokkrum" verkefnum á morgun, skíta P.D.P. stendur fyrir Pocket of Dreadful Poos (professional development p.. oh my god ég hef ekki hugmynd um hvað þetta p stendur fyrir) og er viðbjóður. fagið sem ég FÉLL í í fyrra vegna þess að enginn hafði sagt mér að það ætti að skila inn einhverju kúkaverkefni. sem ég svo gerði á innan við 10 mín, sendi út og náði með ágætum.
skrítið lið hérna í brum.
en jæja, fyrst ég á eftir að gera svona ógurlega mikið af verkefnum er víst best að skjaga fram í eldhús og hita sér te. taka svo smá Sims :)

óþarfi að vera með neitt stress.
kyssikyss