mánaðarmót
mánaðarmót... þar sem mánuðir mætast. þetta er eitt af þessum íslensku orðum sem ég er nokkuð sátt við, annað en "honum", "dámar" og "tómatar". en það sem er líka skemmtilett við mánaðarmót er að maður fær útborgað. en þarsem ég er nú eiginlega, strangt til tekið (gjörsamlega) búin að eyða laununum mínum Nú Þegar hlakkar mig ekkert til að fara inn á isb.is og tsjekka á stöðunni. ég veit líka að staðan verður nákvæmlega sú sama og hún var í gær, á morgun.
andvarp.
ef einhver veit um leið til að græða fullt af peningum á skömmum tíma, við enga fyrirhöfn... þá má hringja í mig. verð við símann í allan dag.
eða svo gott sem.