komin heim í heiðardalinn og er mjög kát með það allt saman.
lét svo plata mig í 2 gigg á sunnudaginn sem næstum því skarast, en þó ekki. smart :)
fékk æðiæðiæðislega crocs skó frá mömmu í afmælisgjöf (ok ég hjálpaði aðeins) og er ekki búin að fara úr þeim.
það er gaman.
er að bíða eftir jónisæta sem var að hjálpa vini sínum með einhverja tölvu útí bæ. venjulega er hann nú reyndar ekki mjög tölvu-hjálplegur, en þar sem það var víst honum að kenna að talvan var biluð þá gerði hann undantekningu. haha. en hann er nú samt á leiðinni heim og ætlar að kaupa eitthvað mæjhjong að borða á leiðinni. vona að það sé gott. annars er hinn sæti í einhverju brjálæðislegu heilsuátaki og maður er eiginlega neyddur til að taka þátt. svossem ekkert slæmt... bara erfitt að standast allt þetta góóóða ííííslenska nammi.
nammi namm.
en jæjajæja, wagner æfir sig ekki sjálfur.
ps- er með gamla númerið ef einhver vill heyra í mér hljóðið (er í h-dúr)