nú er ég ekkert búin að blogga lengi, og þó ég bloggaði hérna um daginn var það mjög ónytsamlegt og leiðinlegt. eða svona. allavega var ég að lesa það rétt í þessu og veltist síður en svo um af hlátri.
nú hafið þið fólkið með stóru yfirlýsingarnar ("ég er hætt/ur að blogga, blebleble") svo sannarlega fengið að súpa af ykkar eigin te-vatni. Hmoaaah ho ho ho.... HMOOOO-aaaah ho ho ho ho.... HMOOOOAAAAAH HOOOOOO HOOO (æj þið fattið hvað ég meina).
en aðalástæða þessa mikla leysis er við blogg er kennt er sú að mér var kennt að hekla.
þannig að nú sit ég/stend ég tímunum saman við heklunálina (nr. 1,75) og er búin með 4 línur af forláta (afhverju finnst mér allt í einu eins og forláta sé sama orð og forljóta?) Ljósadúk með rósamunstri.
mér finnst ég agalega dugleg og húskonuleg og er sífellt aðhrósa sjálfri mér.
ogsvo til að fá jafnvægi þá blóta ég líka mjög mikið og hef hent öllu dótinu frá mér í fjölmörg skipti auk þess að rekja upp og byrja frá byrjun örugglega fjórum sinnum.
það held ég nú.