miðvikudagur, júní 25, 2008

jebb

eins og hún þórunn mín benti á þá þýðir nú lítið að hætta að blogga bara vegna þess að maður er kominn heim. já neinei.
verð nú samt að viðurkenna það er furðulega lítið í fréttum, er bara gjörsamlega að tapa mér yfir því að vera komin heim, tók mig meira aðsegja til og skúraði svalirnar hér rétt í þessu. nokkuð gott :)
svo er ég bara að æfa mig á fullu og fara í ræktina... áttaði mig á því að ég kom með 2 kjóla og tónleika dress heim, en allt hitt draslið er í skipinu (sem ætti eiginlega að vera komið) svo ég á ekkert til að vera í af því ég passa ekki lengur í fötin sem eru hérna heima. svona er að éta stanslaust.
en svo keypti ég mér líka hjól svo það sér fyrir endann á fitubollunni.
svo er ég að spila með ungfóníu... það er spes. smá flassbakk til fortíðar og ég gæti svo aðsegja verið móðir þessa unga fólks. en er það ekki bara skemmtilegt? jújú það finnst mér. víólu deildin er að venju svaðalega þétt og kemur sterk inn (nema þegar er piano, haha), tónleikar þarnæstu helgi (næstu helgi ef þið eruð með enska málvitund) á þjóðlaga hátíðinni á siglufirði. svo á mánudeginum í bænum. huggulegt mjög, erumað spila með benna hemmhemm, þaðer víst svakagrúbba. ég afsaka mig með þvi að hafa verið erlendis svo lengi (outlanding for long time) að ég veit ekkert um þá/þau/hana/hann. en þetta er í vinnslu.
hey svo fékk ég einkunnir frá birm, náði öllu! líka snýtubréfsritgerðinni sem var svo slæm að ég roðnaði þegar ég skilaði henni inn. :) þannig að það er aldrei að vita nema maður hendi í útskriftarveislu við tækifæri. ykkur er öllum boðið, nánari díteils leitör.
aligeitör.
læt þetta duga í bili, myndi skella inn mynd af Taninu mínu (af því ég fór í sund og svona um daginn) en myndavélin er ennþá ofan í tösku og talvan mín hvort sem er í skipi (kann ekkert á tryllitækið hans jónssæta) þannig að það bíður betri tíma.
adju