miðvikudagur, júlí 30, 2003

http://www.howtodrawmanga.com/tutorial
bætti inn link á stelpu sem heitir Guja og er að minnsta kosti að læra söng. veit ekki af hverju. en svona er maður... veit ekki ástæðu fyrir helmingnum af því sem maður gerir. ég skildi t.d. víóluna mína eftir niðrí tónó í gær. ég veit nú ástæðuna (leti/tímasparnaður), en djö líður mér illa.
hún er það eina sem ég á!
http://www.beneathmyfeet.com
þetta er algjörlega það Flottasta semég er búin að skoða á netinu í dag (og trúið mér, éger búin að vera að hanga). semsagt gaur að taka myndir af því sem er undir fótunum á honum.
útvarpsfréttirnar á gufunni voru snilld. þar var einn gaur sem "gat ómögulega tjáð sig vitsmunalega um málið" en svo koma annar sem "varpaði einlægu ljósi á málið". þvílíkir íslensku snillar að vinna á þessum stað!
eða er þetta kannski sumarstarfsmannafnykur?


guði sé Lof!!
mig langar í ÓGEÐSLEGA mikið af bókum. af hverju getur maður ekki keypt allt sem manni langar til?
óskalistinn minn á amazon


þetta er sem sagt ég í "my Virtual model". voða sæt ha? :) þetta er reyndar ofsalega sniðug síða, en maður þarf að kunna á HITT mælikerfið (inches og pounds og hvað þetta nú allt saman heitir),svo getur maður skellt fötum á gelluna og ég veit ekki hvað og hvað. svaka næs :)
HOHOHO!!
ég vissi þetta! éger búin að vera að segja öllum þetta!
sneeeeeellld!
tattoo artist Andy Sakai, I salute you!
Vor langer, langer Zeit lebte ein hubsches Madchen mit dem Namen Aschenputtel.

ég er að passa símann á skjaló, geeeeggjað fjör. eða svona þannig. reyndar er ég hérna með alfeg hreint ótrúlega huggulega bók, nefnilega hina stórkostlegu Supermalbuch og svo 36 creola tréliti. veivei.
ég og Grand fórum í kaffi til Elínborgar, Dagmar og Ásgeirs í gær, alfeg óvart. það var stórkostleg upplifun, held ég hafi aldrei hitt þau öll á sama tíma og á sama stað. eða svona þannig. púki kíkti meira að segja við og var sætur. einu sinni fannst mér púki vera stæðsti köttur í heimi, en hann er nú bara hrísgrjón meðað við hlussuna mína, hann Óskar. en þetta var voða fínt, fengum bæði kaffi og djús, 2 gerðir af súkkulaði og ég veit ekki hvað og hvað. örkuðum síðan uppá blómsturvelli og vöskuðum upp, töluðum svo af okkur tuskurnar þangað til klukkan var farin að verða ískyggilega nálægt þrjú. og við vorum ekki einu sinni með Te-bolla! ótrúlegt.
Svo er hann að fara til Skálholts í dag, blessaður drengurinn, svei mér þá, kemur ekki heim til tótu sinnar fyrr en á sunnudaginn næsta. en þá verður líka Tekið Almennilega á því ;) ho-ho-ho!!

svo vil ég biðja fólk endilega um að hætta að bjóða mér í party eða samkundur helgina 8-10. ágúst. ég er nú þegar þríbókuð og það eru allt uppákomur sem ég get með engu móti sleppt (verð nú samt að gera það, ekki satt?) Hvað er annars málið með tímasetningar? stundum líða heilu ÁRIN án þess að manni sé boðið í skrall-fest (sagt með norskum hreim) svo kemur ágúst upp að manni og BÚMM! það er eins og fólki detti bara ekkert annað í hug en að halda veislur! þetta er bara tillitsleysi við mig persónulega og ekkert annað. ef mér þætti ekki svona vænt um vini mína, væri ég búin að stúta þeim öllum, þetta er meira pakkið!

;) híhí, *knús*