mánudagur, júlí 09, 2007

veivei

veivei ég er komin heim til Nonna míns á Hjarðarhagann og er í góðu yfirlæti. íbúðarævintýrin í Birmingham enduðu með því að ég fór með allt dótið mitt heim til Lísu vinkonu minnar og við sögðum leigumiðluninni að hoppa uppí sólskinið sitt. kosturinn við það er að við þurfum ekki að borga leigu í sumar en ókosturinn sá að þegar við komum til birm eftir sumarfrí þurfum við ða byrja á því að finna okkur íbúð til að búa í. en það reddast nú eins og annað.
jájá.
annars bara allt í góðu stuði, er á leiðinni í sund og svo er bara gamla góða númerið mitt í gangi... er ekki með neina vinnu svo ég verð bara hér í vesturbænum sargandi frá mér ráð og rænu :)