mánudagur, mars 13, 2006

ég er ekki klár kona

og þessi óklárleiki virðist alltaf koma sterkar og sterkar í ljós. sérstaklega virðist þetta með "að vakna snemma" og "gera hluti FYRIR hádegi" ekki ætla að síast inn almennilega. jafnvel bara ekki.
í gærkvöldi var ég harðákveðin í því að vakna snemma og gera hluti fyrir hádegi. ég ætlaði að fá mér góðan morgunmat, fara í ræktina og jafnvelmeiraðsegja reyna að fá herbergi uppí skóla til að æfa mig í. svo ætlaði ég líka að ná tali af heittelskuðum kærasta mínum sem er óravegu fjarri á tölvuráðstefnu þar sem klukkan er 1 um nótt þegar klukkan er 8 að morgni hjá mér.
EN.
kl. 8 vaknaði ég og stillti símann minn á "korter seinna". kl. 10 vaknaði ég og vekjaraklukkan mín var 9. síminn var hinsvegar 10. ég ákvað að trúa þeirri klukku sem myndi veita mér lengri tíma upp í einamanalegu rúmi mínu, sem þó var hlýrra og þægilegra en jah.... allt annað og vaknaði því ekki almennilega og fór á fætur fyrr en kl. 11.
sem þýðir að það er klukkutími í tónlistarsögutímann minn og eftir hann, hálftími þangað til ég sannfæri heimskasta mann Bretlandssögunnar um það að ég sé mjöggóður víóluleikari. Eiginlega bara svo góður að ég þurfi ekki að taka ár númer tvö.
smá plott í gangi.
en hvað geri ég?
fer og fæ mér te. sest niður og blogga.
ég er bara alls ekki klár kona.