föstudagur, júní 27, 2003

það var kaka í kaffinu hér á skjaló vegna þess að Adda er að hætta. hún var geggjuð! kakan þeas, ekki Adda. adda er nú reyndar soldið geggjuð líka.... við gáfum henni pennasett frá parker með nafninu hennar á. ég vildi að ég ætti pennasett. af hverju er enginn búinn að gefa mér pennasett? ég er alltaf að skrifa ekkvað...
hrumpf.
en ég er eiginlega að fá soldið í magann núna.... jeminn einasti, og ég sem er að fara á djammið í kvöld (í-ha!). best að fara að drífa sig heim bara og hlamma sér á dolluna.
klukkan er nú samt bara hálf, tek nokkra alcemy leiki í millitíðinni. hoho ho-ho!