voða er ég orðin löt að blogga og það verður alltaf leiðinlegra og leiðinlegra með hverjum deginum.
en svona er þetta bara, if you don´t like don´t read it, eins og maðurinn sagði. eða svona.
annars er það helst í fréttum að ég mun flytja út af skólagörðum UCE við Brindley Drive og búa einhversstaðar lengst útí rassgati í húsi sem er á Milner street í Sally Oak hverfinu... er að fara að skrifa undir samning í næstu viku.
sem þýðir 20 mín í strætó eða klukkutíma labb í skólann. sem þýðir líka ekkert fokkin helvítis ógeðslegt brunavarnakerfi sem fer í gang ef fólk ristar óvart brauðið sitt í 20 mín og enginn skemmtistaður hinumegin við götuna og brjáluð hraðbraut þar sem allavega 10 sírenubílar keyra um á hverjum degi, svo maður minnist ekki á strætóana.
þetta þýðir líka pláss í ísskápnum, þvottavél sem ekki kostar 1 pund og 40 pence, digtal sjónvarp, þráðlaust GOTT net (ekkert proxy rugl), BAÐKER og garður.
deili þessu himnaríki með Rachel, Mark og einhverji stelpu sem ég veit ekkert hver er en Rachel segir að hún sé fín (sem þýðir örugglega að hún sé í alvöru fín af því að Rachel er ekki týpan sem lýgur mikið að manni).
vá hvað það verður líka gott að komast aðeins úr miðbænum, er alfeg búin að fá nóg af steypunni.
það besta er náttúrulega að það verður NÓÓÓÓG pláss fyrir alla að gista hvenær sem er og ENGINN getur sagt eitt einasta orð!
pantið flug núna...
:)