mánudagur, desember 20, 2004

tóta veik :(

tótfríður fór í skemmtilegustu útskriftarveislu EVER á laugardaginn hjá henni Eydísi "þessi bolur getur ekki verið flegnari, punktur". drakk þar á mig 20 púka og fór svo niður í miðbæinn. þar gerðist sá merki atburður, í fyrsta skipti á ævi minni að einhver gaur borgaði fyrir mig bjór. og ekki bara einn heldur tvo. fullur kani í stuði, alfeg með derhúfuna og allt. brjáluð stemming.
en jæja ég var notla það leiðinleg að ég stakk útskriftarfólkið af og fór að hommast með arnari og ella sæta. svo keypti tótan sér hlöllabát og labbaði heim á hjarðarhaga.
sem dró heldur en ekki dilk á eftir sér. ég er orðin svo ógeðslega mikið veik að ég hef bara aldrei vitað annað eins. var með massa hita í gær, svimaði og var óglatt (sem var einkar smekklegt þar sem ég sat í afmælisveislu hjá mágkonu jónssæta), fekk svo brjáluðustu beinverki sem ég hef fengið. var með svo mikinn verk í mjóhryggnum að það leiddi út í hné og gat varla gengið. heldur ekki legið. og það var ekkert gott að sitja. var á tímabili að spurja hvort þeim væri ekki sama ef að ég leggðist á gólfið.
beilaði á því.
en svo fórum við bara heim og horfum á bond. mér leið nú aðeins betur.
úff.
þannig að núna er jorstrúlí bara heima með trefil og í ullarsokkum og vorkennir sér. endilega komið í heimsókn....