fimmtudagur, apríl 14, 2005

GAAAAARRRRGH!
það er kominn sá tími ársins sem ég TRYLLIST í júróvisjón fýling. á reyndar eftir að aukast og tryllast meira og meir eftir því sem á líður apríl/maí, en það er svo sannarlega byrjað.
aaaah... eiginlega fyrsti vorboðinn minn. eða hvað segir maður þegar eitthvað gerist sem lætur mann næstum því halda að það sé ekki helvítis jökulkuldi útum allt og spáð snjókomu?
tjekkið endilega á síðunni. hún er brill.
svo fer ég svona smá saman að rakka niður alla keppendurnar.
fylgist með :D

pirruð á kellingunni #2

eg var að koma úr leikfimi og núna fór konan ennþá meira í taugarnar á mér heldur en síðast. núna var hún sko alltaf eitthvað að segja upphátt hvað þetta væri allt saman létt. svo þegar kennarinn var að spurja "tekur þetta í?!" og eitthvað svona þá var hún bara með einhvern svip og hristi hausinn.
FÁÐÉR ÞYNGRI LÓÐ TÍK!
segi ég nú bara.

en nú er það kotasælan og hrökkbrauð. jafvel ég geri vel viðmig og fái mér kalt vatnsglas með.

hó hó hó

ég

... fór áðan upp á kaffistofu og þar voru kleinur.