þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
fimmtudagur, apríl 15, 2010
ælu-bleikar grifflur/pink-fusion mittens
okei, kannski komið nóg af þessum grifflum... eða ekki :)
hér eru einar líka byggðar á munstri úr dagatalinu góðu, þetta mun vera 28. nóvember og heita Staggered Fern Lace Panel sem ég veit ekkert hvað þýðir, held að fern sé burkni.
allavega. þetta hefði nýtt sín mikið betur með einlitu garni, en maður vinnur víst ekki alltaf.
UPPSKRIFT
prjónar nr. 3
fitja upp 14 + 20 + 14 (=48)
talan í miðjunni (20) er munstrið sjálft, lykkjurnar sitthvoru megin verða bara sléttar, svo ef þið þurfið að þrengja/víkka þá þarf að gera það jafnt sitthvoru megin (t.d. 10 + 20 + 10 = 40)
í hverri umferð prjónið 14 lykkjur slétt + BEKK + 14 lykkjur slétt
BEKKUR
röð 1: 2 brugnar, 9 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 3 slétt, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar
röð 2 (og alltaf önnur hver umferð): prjóna slétt
röð 3: 2 brugnar, 10 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 2 slétt, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar
röð 5: 2 brugnar, prjónið 3 saman, 4 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 3 slétt, (band yfir, 1 slétt) tvisvar, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar
röð 7: 2 brugnar, prjónið 3 saman, 3 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 9 slétt, 2 brugnar
röð 9: 2 brugnar, prjónið 3 saman, 2 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 10 slétt, 2 brugnar
röð 11: 2 brugnar, prjónið 3 saman, (slétt 1, band yfir) tvisvar, 3 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 4 slétt, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar
endurtakið 4 sinnum (eða oftar ef þið viljið hafa lengri)
ÞUMALL
í röð 2: 4 slétt, setjið 10 lykkjur á hjálparband (þetta verður þumallinn), setjið hjálparbands-lykkjurnar aftur á prjóninn og prjónið yfir þær eins og ekkert hafi í skorist.
endurtakið munstrið 1 sinni (eða oftar ef þið viljið að grifflurnar nái lengra upp á handarbakið), sláið af.
setjið 20 lykkjur á prjóna (lykkjurnar sem voru á hjálparbandinu) og prjónið 14 umferðir (eða fleiri ef þið viljið hafa lengri þumal), sláið af.
FRÁGANGUR
til að kantarnir rúllist ekki upp heklaði ég eina umferð af einföldu hekl-spori að neðan og ofan og á þumlinum. kannski er nóg að stífa bara grifflurnar.
English version
PATTERN
needles no. 3
CO 14 + 20 + 14 (=48)
the number in the middle (20) is the main pattern, stitches each side are "background". so if you want tighter/wider mittens, those are the ones to mess with (f. ex smaller: 10 + 20 + 10 (=CO 40), wider: 15 + 20 + 15 (=CO 50)
every row knit 14 sts + MIDDLE + 14 sts.
MIDDLE
row 1: P2, K9, YO, K1, YO, K3, sl 1 - K2tog- psso, P2
row 2 (and every other row): knit
row 3: P2, K10, YO, K1, YO, K2, sl 1 - K2tog - psso, P2
row 5: P2, K3tog, K4, YO, K1, YO, K3, (YO, K1) twice, sl 1 - K2tog - psso, P2
row 7: P2, K3tog, K3, YO, K1, YO, K9, P2
row 9: P2, K3tog, K2, YO, K1, YO, K10, P2
row 11: P2, K3tog, (K1, YO) twice, K3, YO, K1, YO, K4, sl 1 - K2tog - psso, P2
repeat 4 times (or more if you want longer mittens)
THUMB
in row 2: K4, put 10 sts on help-yarn (this will be the thumb), put the help-yarn sts back on the right needle and knit as usual.
now repeat the MIDDLE 1 more time (or more if you want the mittens to go longer over the back of your hand), cast off.
put the 20 thumb- sts on needles (the sts from the help-yarn) and knit 14 rows (or more if you want longer thumb), cast off.
FINAL STUFF
to prevent the edges to curl, i crochet-ed one row of single-crochet each end + the thumb. maybe blocking it would be enough with some yarns.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)