föstudagur, maí 02, 2003



Broddgölt sem gæludýr?
nú á ég kött sem ótrúlega sætur og skemmtilegur og heitir Óskar. ég elska hann út á lífinu þó hann sé feitur og geðvondur og leyfir öðrum köttum í hverfinu að éta matinn sinn. mér þykir meira að segja vænt um hann þegar hann drepur söngfuglana í næsta garði og dregur þá nær dauða en lífi inn, eða skilur eftir limlesta útum allan garðinn hennar Sigrið í næsta húsi. en svo var ég á netinu (suprize, suprize) og fann þessa mögnuðu síðu. er kannski bara málið að fá sér Broddgölt?


Jón kominn í hús. Jón minn þ.e.a.s. þessi sem var í hvítum potti. núna í brúnrauðum, ekkert smá skæslegur.
ég er búin að vera að hugsa svo hlýtt til svo mikið af fólki í dag að mér er bara orðið hálf kalt. en hún Dagga mín sætust var í samræmdaprófi í Íslensku í dag og svo var The Dude í einhverju voðalegu stærðfræðiprófi sem ég kann ekki að nefna. en þeim hlýtur nú að hafa gengið vel, jafn afburðagáfuð og þau eru nú ;)
annars er það helst að frétta að sundferðin í morgun var svo vel mætt að annað eins hefur varla verið til umtals síðan um daginn. en mamma arkaði með mér og ÁSI bróðir (ég held hann hafi aðallega komið með til að geta tuðað yfir því ða þurfa að vakna svona snemma) og svo hún Eydís beib-a-rama. en vó! hvað var málið með hitastigið? er eitthvað djók í gangi hjá veðurstofunni? ef svo er þá er þetta ekki fyndið og þeir mega alfeg ýta aftur á sumar-takkann.
takk.