fimmtudagur, október 27, 2005

um daginn stóðst ég ekki lengur freistinguna og keypti mér intense XXL, volume + length micro fibre maskara. hljómar soldið eins og nafn á klámmynd eða rosalega sterkt efni til að eyða bílalakki, en neineinei, þetta er sko maskari. strákar: svona svart til að setja á augnhárin.
þetta mikla undratæki sem ég keypti hefur verið auglýst óendanlega mikið og allar auglýsingarnar eiga það sameiginlegt að vera hroðalega hallærislegar og eiginlega bara hálf vandræðalegar. eru að reyna að ná fram einhverjum voðalegum kontröstum með því að hafa allt svart eða hvítt. eina svarta stelpu og eina hvíta. ein í röndóttum bol og hin í doppóttum. úff. en þetta keypti ég mér nú engu aðsíður og prófaði að klína þessu á mig áðan. sem var reyndar bara mjög fyndið.
fyrst setur maður sko eina umferð af hvítum maskara sem lítur út eins og jógúrt og svo bíður maður smá stund og lítur út eins og afturganga á meðan og svo setur maður svarta umferð. þetta er nú meira ferlið. en ég er bara sveimmér þá mjög sæt... eða hitt þó heldur.
lít út eins og einhver hafi kramið 2 kóngulær sitthvoru megin við nefið á mér, augnhárin á mér verða svo löng að þau rekast í augabrúnirnar á mér.
brjáluð stemming.
tók svo myndir af mér bara afþví að mér leiddist svo. :)