mánudagur, júní 05, 2006

góð og vond dýr

ég skellti mér í gær í sunnudagsferð til höfuðborgarinnar með henni Alinku vinkonu minni. vona ég hafi ekki móðgað neinn með því. fórum aðsjá uppfærslu af don giovanni í óóóóótrúlega litlu "leikhúsi" með bar á efri hæðinni. var nú eiginlega frekar bar með leikhús á efri hæðinni. sniðugt samt... og það var frekar notalegt svona í leiðinlegustu resitatívunum að vera með einn kaldan í hendinni og vita það væri ekki nema 10 sek. hlaup niður stiga ef hann kláraðist.
söngvararnir voru (svo maður noti nú söngvaraslangur) La-la og var hann þarna hvað hann nú heitir sem er kærasti Donna Önnu, áberandi mest leiðinlegastur. en það er nú kannski bara af því að hann er tenór greyið. Ali benti mér reyndar á að hann væri nákvæmlega eins og kóngurinn úr Shrek og eftir það fannst mér hann alls ekki jafn pirrandi. hoho. en veikleiki minn fyrir ljóshærðum síðurensvoveiklulegumkannskisoldiðíhinaáttina karlmönnum ölli því að uppáhaldssögupersónan mín var þjónn Don Giovanni, Lepparetto eða eitthvað. aaaaaalgjör sjarmör. og skeggjaður! úff ég hélt mér nú fast í sætið þegar hann byrjaði.
svo var píanó dúett sem spilaði hljómsveitarpartinn og þeir voru svo arfalélegir að ég held sveimér þá að fjórðastigs söngnemandi úr söngskólanum hefði getað spilað betur. og píanóið var falskara en brosið á halldóri ásgríms (svo maður sé nú soldið pólitti-kal). samt var þetta bara stuð þó ég hafi borðað Burger King á leiðinni heim í lestinni og þrusað steinvölum í kjölfarið langt fram á nótt.
Svo ég fari nú að vitna í titil póstsins þá mættum við Ali tvemur nagdýrum á þessari ferð okkar, báðum á nákvæmlega sama stað (sem gerir þetta soldið spes skiliði). gott dýr: hið fyrr var grár íkorni sem stóð á barminum á ruslatunnunni fyrir utan húsið okkar. voða sætur og svo skoppaði hann svona líka íkornalega upp í næsta tré og sagði "skvíkití skví, skvíkskví svkíkjur!" (fyrir þá sem ekki hafa séð nýja stíl keisarans og kunna þar af leiðandi ekki íkornamál, þá þýðir þetta "góða ferð sætu stelpur". við töluðum líka stuttlega við öryggisvörðinn og hann sagði okkur að þetta væri mjög svo staðbundinn íkorni og þeir kölluðu hann Frank. Gerist ekki mikið krúttlegra.
vont dýr: á leiðinni heim þegar klukkan var orðin rúmlega tvö mættum við hins vegar nagdýri sem er ekki með loðið skott og frekar illilegt til augnanna. það dýr var að éta rusl uppúr ruslatunninni og hljóp oní næsta niðurfall þegar það sá okkur.
namm...