það er ein kona með mér í leikfimi sem er óþolandi.
eða þeas, MÉR finnst hún óþolandi.
ég erbúin að vera að mæta í þessa tíma 2svar í viku svo mánuðum skiptir en það er fyrst núna sem þessi kona er orðin óþolandi.
ætli fólk sem með svona þröskuld á því hversu lengi það getur haldið í sér "veraleiðinlegheitum"? alfeg bara hnnnnee-hhhnneeee (svona halda í sér hljóð) og svo BúMMM ég er leiðinleg og verð að vera óþolandi næstu 50 mínúturnar.
ég er viss um að þetta er svona kona sem er alltaf bara heima að naglalakka sig og horfa á neighbours (með allri virðingu fyrir þeim sem horfa á þá þætti) og finnst hún vera geðveikt mikið að "míngla" og "fara út" með því að mæta í leikfimi 2svar í viku.
En eins og flestar kellingar vita sem fara í leikfimi, þá er maður oftast á sama staðnum.... ekkert endilega viljandi, bara svona óvart og svo er það bara þannig. þessi ungfrú óþolandi plantaði sér nottla beint fyrir framan kennarann og er alltaf að segja eitthvað voða sniðugt og svo hátt að allir heyra. um daginn talaði hún í 5 mínútur um það hvernig hún hefði fyrst aldrei getað gert armbeygur á tánum en svo bara fór hún í tíma hjá henni Daisy (eðawhatthefuck) og hún sagði sko bara "hey prófaðu að gera á tánum" en ungfrú óþolandi bara "nei ég sko get ekki á tánum, hef sko aldrei getað það" og þá bara daisy "prófaðu!" og hún bara "ókei" og þá bara GAT hún gert armbeygjur á tánum.
þetta er alfeg sniðug saga til að setja í jólakort eða skrifa á svona gulan post-it límmiða ef manni leiðist í vinnunni eða ef maður er geðsjúklingur á hlemmi að tala við sjálfan sig, en að vera að öskra þetta yfir heilan sal af sveittu fólki í body pump, finnst mér soldið annað...
svo er miss óþolandi alfeg búin að troða sér á tvær vinkonur sem standa bak við hana og er (að mér sýnist)að gera þær brjálaðar, alltaf eitthvað að snúa sér við og bleble tala tala, hef samt ekkert að segja, tala tala bleble. og þær eitthvað jájá, við erum kurteisar, drullaðu þér samt burt óþolandi kelling og svona. þið kannist við þetta.
svo sló nú kjaftshöggi á rjómann í mykjuskánni þegar konan kom með gamalt pils í tímann í hádeginu áðan.
bara sýna hvað hún hafði nú grennst mikið. sem var svona kíló. og btw ljótast pils VERALDARSÖGUNNAR. svo getiði ímyndað ykkur hvað hún gat talað óþolandi mikið um hverng hún var nú aldeilis búin að taka matarræðið í gegn, þó hún sé nú súkkulaði SJÚKLINGUR og bleble talitali. nei annars ekki vera að ímynda ykkur þetta, ég var að því og þurfti næstum því að kúka á mig úr pirringi.
afhverju er sumt fólk ekki bara heima hjá sér með naglalakk og neighbours ultimate special turbo big size DvD collection, uncut og lætur svona smásmugulegt og pirrings-gjarnt fólk eins og mig, sem vill vera í leikfimi án þess að heyra annað fólk tala, í friði?
...jah, maður spyr sig (copyright:Björk)
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
fimmtudagur, apríl 07, 2005
óperan plögg #1
ég er að fara að syngja ofur-hlutverkið Fiordiligi í samnefndri óperu næsta mánudag.
eða allavega ætti óperan að heita Fiordiligi, það snýst ALLT um mig í þessari óperu. en það er nú kannski af því að ég hef fitnað svo síðustu daga að ég er búin að skapa mér mitt eigið himinhvolf. djók. eða kannski ætti hún að heita "Fiordiligi and friends", gæti verið svona rómantísk gamanmynd... eða grínmynd, "Fiordiligi fer á kostum"... eða horror útgáfan, "fiordiligi fær æðiskast", eða action myndin "fiordiligi flæmir burt ljóta menn".
eða þannig, bara nokkrar tillögur.
en ég verð víst að vera almennileg (þó það sé nú bara fyrir kellingar og homma) og tilkynna að óperan heitir "cosi fan tutte" og verður sýnd næsta mánudag kl. 1900 í hásölum hafnarfirði. frítt inn.
FRÍTT INN
svo erum við meira að segja svo hrottalega fræg að við birtumst í FJARÐARPÓSTINUM í morgun. jafnvel hinn *hóstofmetnihóst* frægi Söngskóli Reykjavíkur getur ekki státað sig af auglýsingu á þeim kalíber. hó hó hó!
eða allavega ætti óperan að heita Fiordiligi, það snýst ALLT um mig í þessari óperu. en það er nú kannski af því að ég hef fitnað svo síðustu daga að ég er búin að skapa mér mitt eigið himinhvolf. djók. eða kannski ætti hún að heita "Fiordiligi and friends", gæti verið svona rómantísk gamanmynd... eða grínmynd, "Fiordiligi fer á kostum"... eða horror útgáfan, "fiordiligi fær æðiskast", eða action myndin "fiordiligi flæmir burt ljóta menn".
eða þannig, bara nokkrar tillögur.
en ég verð víst að vera almennileg (þó það sé nú bara fyrir kellingar og homma) og tilkynna að óperan heitir "cosi fan tutte" og verður sýnd næsta mánudag kl. 1900 í hásölum hafnarfirði. frítt inn.
FRÍTT INN
svo erum við meira að segja svo hrottalega fræg að við birtumst í FJARÐARPÓSTINUM í morgun. jafnvel hinn *hóstofmetnihóst* frægi Söngskóli Reykjavíkur getur ekki státað sig af auglýsingu á þeim kalíber. hó hó hó!
til hamingju með afmælið
megas litli er 60 ára í dag.
af því tilefni ætla ég að segja "til hamingju með afmælið" við alla sem ég hitti í dag, svona eins og það sé stórhátið.
ó hvað ég er sniðug
af því tilefni ætla ég að segja "til hamingju með afmælið" við alla sem ég hitti í dag, svona eins og það sé stórhátið.
ó hvað ég er sniðug
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)