fimmtudagur, apríl 07, 2005

óperan plögg #1

ég er að fara að syngja ofur-hlutverkið Fiordiligi í samnefndri óperu næsta mánudag.
eða allavega ætti óperan að heita Fiordiligi, það snýst ALLT um mig í þessari óperu. en það er nú kannski af því að ég hef fitnað svo síðustu daga að ég er búin að skapa mér mitt eigið himinhvolf. djók. eða kannski ætti hún að heita "Fiordiligi and friends", gæti verið svona rómantísk gamanmynd... eða grínmynd, "Fiordiligi fer á kostum"... eða horror útgáfan, "fiordiligi fær æðiskast", eða action myndin "fiordiligi flæmir burt ljóta menn".
eða þannig, bara nokkrar tillögur.
en ég verð víst að vera almennileg (þó það sé nú bara fyrir kellingar og homma) og tilkynna að óperan heitir "cosi fan tutte" og verður sýnd næsta mánudag kl. 1900 í hásölum hafnarfirði. frítt inn.

FRÍTT INN

svo erum við meira að segja svo hrottalega fræg að við birtumst í FJARÐARPÓSTINUM í morgun. jafnvel hinn *hóstofmetnihóst* frægi Söngskóli Reykjavíkur getur ekki státað sig af auglýsingu á þeim kalíber. hó hó hó!

Engin ummæli: