gleðilegan 17. júní!
þvílíkt stuð. er hérna í rólegheitunum inní GESTAherberginu að hlusta á einhverja valsa í sjónvarpinu. menningin í hámarki. GESTURINN kemur og fer. sem er ágætt, ekki nenni ég að vera með einhverja dagskrá... GESTrisnin semsagt í algjöru hámarki :) en svona í alvöru talað, hversu mikið leggur maður á sig fyrir tvítuga stelpu sem hefur yfirlýstan engan áhuga á manni?
hmmm
en er samt hægt að vera gestrisinn með ákveðnum forsendum? er það ekki þversögn?
er svona að pæla í þessu, jájá.
vikan er búin að vera ÆÆÆÆÐISLEG. kammermúsíknámskeiðið hjá Sibba var svo geggjað mig langar næstum til að grenja. ég hef persónulega aldrei spilað á jafn háum standard og í gærkvöldi þegar lokatónleikarnir voru. en það var ekkert af því að ég sjálf ME ME ME ME (sagt með söngvara röddu) hefði verið svona agalega klár, heldur vorum við sem kvartett búin að æfa svo þétt saman að við náðum einhvernvegin að pumpa okkur öll upp um þónokkur sæti.
sem var osom.
og þrátt fyrir að allir nema fyrsta fiðlan væru svo að segja að brjálast á fyrstu fiðlunni þar sem hann gat aldrei hundskast til að mæta á réttum tíma.... "its been a problem all my life"... uh, hvernig væri þá að nota það sem eftir er af því til að taka á því?
oh jæja, hann var góður strákur samt og hörku spilari.
svo er bara að fara að undirbúa sig fyrir leikinn... s.s. ná mér í kodda og hlýtt teppi. namm. :)