fimmtudagur, júlí 03, 2003

maggi sætasti hringdi í mig rétt í þessu og bauðst til að sækja mig í vinnuna. hann væri hvort sem er að fara að rúnta eitthvað og munaði ekkert um að kíkja inní reykjavíkina.
OH!
mikið getur fólk verið almennilegt! viljiði vera svo væn, lesendur góðir, að minna mig á að vera almennileg næst þegar ég hitti ykkur.

mikið þoli ég ekki blogg sem eru alltaf að tala til lesenda... þannig er t.d. bloggið hennar Guðnýjar Birnu, ekki skrítið að hún sé hætt að skrifa á það, soldið líka bloggið hans Atla... hmmm... kannski er ég bara ekkvað að misskilja þetta blogg dæmi. og svo er nú ekki almennilegt af mér að vera að tala illa um bloggin hjá fólki og nefna það meira að segja á nafn og linka á það.
úff.
"i just can´t win, now can i?"
"-or nooooot"
ég þoli heldur ekki fólk sem segir frasa á ensku, BLEAGH!
heimiliserjur heimilistækjanna...




http://www.ebaynham.com

oh muniði eftir Mulder í x-files?
það var nú strákur sem sagði ýmislegt fallegt um ömmur sínar sex. eða hvernig sem þetta orðatiltæki er nú. ég man hvað ég var æst í X-files hérna í den, tók þetta upp og ég veit ekki hvað og hvað. ég man sérstaklega eftir einum þættinum þar sem hann var ekkvað að negla vampírur. sem nottla endaði með því að hann fór í hörkusleik við eina og það sást í tunguna á honum!
AAAAAARGH!
ekkvað of mikið fyrir bólugrafna unglingsstelpu, égheld að teipið hafi eyðst upp á þessum stað og spólan slitnað, kviknað í vídeóinu og stór svartur blettur myndast í parketinu (þetta gerðist ekki). mikið voru þetta góðir tímar, það þurfti svo lítið til að kæta mann!
ég var s.s. að finna síðu þar sem mulder (eða mOlder á góðri íssessku) er soldið í aðalhlutverki, en öðru en maður er vanur... þetta er svona samsæris síða (oh hvað ég ELSKA samsæri!!) þar sem fullt af fólki kemur með meiriháttar áreiðanlegar sannanir fyrir því ða mulder og SKINNER séu elskhugar. skinner er kallinn sem var yfirmaður þeirra, með skalla og gleraugu, alltaf í frakka.
en allavega, þettaer algjör snilld, kíkið á Þessa ótrúlega nettu samsærissíðu :)

-Chapter 1: Slow Motion Walter-
"Fox Mulder was lying asprawl on the bed, arms and legs akimbo, eyes closed, and swollen lips creased in a blissful smile.

Walter reached over and ran a hand possessively over Mulder's chest, and one eye opened to regard him with something like gratitude.

"Walter…" Mulder's voice was silky and low, pleasant to Walter's ears much like the music playing in the room.

"Hmmm?" He continued petting his lover, absurdly pleased with the way Mulder twisted under his hand like a cat, to achieve more contact.

"Marry me." "
Stefanía Blessunin kom til landsins ljóta í gær, brún og sælleg (og ekki með TOPP!!!) ég kíkti nottla í pönnsur og brownies. það var bara mjög mjög mjög skemmtilegt :) velkomin heim darling!
svo er það bara Sigló á morgun og skálholt á mánudaginn.
garg!
mig langar bara til að vera heima :( búhú-hú-hú!!!
neinei, það verður gaman. það VERÐUR gaman.