þriðjudagur, júlí 07, 2009

blaðlús, namm


í nokkurn tíma hef ég verið að slást við blaðlús í eldhúsglugganum mínum. því miður ekki eina... segir maður þá ekki blaðlýs?
allavega.
þar sem flestar matjurtirnar mínar svo að segja drápust meðan ég var að sleikja letipúka í sumarbústað, gerði ég fastlega ráð fyrir því að blessaðar lýsnar myndu nú taka sig til og drepast líka þegar ég svo klippti öll laufblöð af.
já neinei, helvítið færði sig bara yfir í ALOA VERA plöntuna mína. aloa vera er btw KAKTUS. síðan hvenær hafa lýs getað étið kaktsua? síðan aldrei til dæmis!
grr.
nú verður eiginmaðurinn sendur í Blómaval að kaupa eitur. mikið væri ég til í að hér á landi væru Maríuhænur, þá gæti ég hæglega rölt útí garð, veitt mér tvær rauðar sætar pöddur og þessar lýs væru úr sögunni. allt vistvænt og fínt. en neeeii, það er víst of kalt og ble ble. ég bíð bara í ofvæni eftir þessari glóbal varmíng.... right this way please (ef ske kynni herra warming talaði bara ensku).
nei segi svona.
annars var ég að lesa mér til um þessar grænu vinkonur mínar og svei mér þá ef ég verði ekki að gefa þeim smá kredit... þær eru ÞVÍLíKT advanced í fjölgun. fullorðins lýsnar Fæða lifandi afkvæmi, sem næstum öll eru kvenkyns og meyfæðingar (eins og María) eru mjög algengar. afkvæmin fæðast meira að segja stundum þunguð!
talandi um að hafa bara EITT á dagskrá, sparar manni klárlega tíma og fyrirhöfn við ða leita af tilgangi lífs síns.