þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
miðvikudagur, júlí 16, 2008
ka ka ka kaffi
það kom að því að ég fengi mér heiðarlega vinnu eftir gott hlé frá hinum mergsjúgandi vinnumarkaði. og hætti þessari leti. neidjók.
en samt í alvöru, ég var að byrja að vinna!
yay!
mér finnst það meira aðsegja gaman. er s.s. að vinna í Te og kaffi í Saltfélaginu niðri við höfn. svaka fjör, er búin að vera að vinna með henni Hugrúnu sem er algjör snillingur. kom í ljós að hún bjó í bristol í vetur svo við erum aldeilis búin aðtaka baknag á englendinga og enska siði (tókum sérstaklega te drykkjuna fyrir í gær). verð þarna eitthvað á fullu þangað til 30. júlí, en þá verður brunað í brunann. er á leið til spánar með y-litninginum. hefði ég verið strákur.
æj eða eitthvða svoleiðis.
endilega kíkja á kjellinguna ef þið eigið leið framhjá, getið notað tækifærið og skoðað húsgögn sem eru bæði dýr og ljót. :)
svo er ég með svarta svuntu sem er alltaf næs lúkk.
xxx
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)