þriðjudagur, janúar 24, 2006

bara róleg

að blogga ekkert svo vikum skipti. eða svona.
maður er svo kúl á þessu. og svossem lítið að segja, Birmingham er nú ekki beint Staður Slúðurs og æsifregna, sérstaklega ekki þegar maður er bara ungur óbreyttur.
eða ungur...
æj allavega þið fattið.
en hún Haniiya vinkona mín var ða gefa mér þurrkað þang frá malasíu. soldið svona eins og sölin okkar góða (sem mamma át einu sinni heilan pakka af og fékk illt í magann) nema bara alls ekki. er í svona litlum strimlum og búið að hakka hana alla svo hún bráðnar alfeg uppí manni. njammi njamm.
svo er ein með chilli í og eitthvað svo maður er alfeg hress með vatnsglasið við hliðina á sér.
allavega.
bara láta heyra í mér. verð nú að fara að taka upp á einhverju sveittu til að geta bloggað almennilega....