þriðjudagur, október 19, 2004

af því að ég er svo skotin í henni Iðunni fékk ég mér líka svona . ég veit samt ekki alfeg hvernig þetta virkar eða svoleiðis nokkuð... en það hlýtur nú að koma í ljós og ég læt ykkur nú vita.
svo er kannski gott og gaman að geta þess að herra égerekkibúinaðbloggasíðanísumar Eyjólfur Eyjólfsson lét dívu-stælana gossa og hnerraði niður nokkrum velvöldum orðum (og nottla mynd með) á bloggsíðuna sína.
einmitt þegar ég ætlaði að fara að skrifa harðort og grimmdarlegt comment um fólk sem ekki bloggar þegar það er í námi erlendis... svona getur nú illskuhamur tótunnar ferðast um láð og lönd án þess að nokkur fatti.
ég vild´ég væri Pamela í Dallas...
þetta er nú kannski ekki alfeg satt, þar sem Pamela er gift mesta væmnis-ælu-góður-við-börn Bobby Ewing og svo er hún alltaf í hvítu. ég þoli ekki hvít föt. minna mig á fermingar, já eða þá fólk sem situr á geðveikrahælum. þannig er það alavega alltaf í sjónvarpinu, hef ekki ennþá verið lögð inn. sem er í raun mjög skrýtið (víóluleikari?). en sæti strákurinn (sem vill ekki lengur vera kallaður Afi Önd) var að kaupa fyrstu seríuna af Dallas á DVD.
ég veit ekki hvort að "snild" séu nógu gott orð til að lýsa þáttaröðinni sívinsælu, "sturlað gott stöff" er kannski nær því, en "ómægodþettaerskemmtilegastasjónvarpsefniíheimi!" er nokkuð heitt. jájá. við erum búin að horfa á 8 þætti og spennan er í hámarki, svik og prettir á hverju strái, Allir halda fram hjá öllum með öllum (nema nottla Bobby gubbupollur) og það líður ekki þáttur að einhver múti ekki einhverjum.
alfeg eins og í venjulegum fjölskyldum....