þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
fimmtudagur, desember 14, 2006
á leiðinni...
sit við tölluna og legg Spider kapal, bíð í ofvæni eftir því að klukkan verði nógu mikið til að ég geti farið að leggja af stað :) tek lest hálf tvö beint á stansted. tekur reyndar 3 tíma og hálfan, en í staðinn þarf ég ekki að fara niður í miðju helvítis og ferðast fram og til baka í svokölluðu Tjúbi. mikill kostur.
svo er ég líka með víóluna svoég get kannski bara æft mig. hoho :) eða ekki.
reyndar er ég þvílíkt búin að undirbúa mig af því ég er svo stressuð að fólkið á flugvellinum reyndi að senda pólsku ástina mína í flugvélalestin :( en samkvæmt www.BBA.co.uk sem er síða fyrir alla flugvelli í bretlandi þá eru "musical instruments" leyft AUK einnar tösku í handfarangri. ég var náttúrulega mjög sniðug og prentaði þessa síðu út svo ég get bara troðið henni framan í fólk ef það fer að abba sig. svo ég er líka búin að skrifa iceland express og þeir sögðu þetta væri meira en lítið í lagi.
púha.
ég er bara ekki alfeg hress á að vera að rífast við eitthvað skrifstofufólk. en svona er nú það. svo er ég búin að downloada fullt af jólalögum svo ég verð í trylltu jólastuði þegar ég lendi um ellefu leytið í kvöld :)
sjáumst heima!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)