þriðjudagur, ágúst 30, 2005

betri er bættur málsháttur

já ég veit þetta er gömul tugga, en samt alfeg fyndið og ég er að Reyna að kæta mig við... muniði fleiri?

Betra er að ganga fram af fólki en björgum
Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma
Sjaldan er góður matur of oft tugginn
Betra er að standa á eigin fótum en annarra
Oft er grafinn maður dáinn
Oft er dvergur í lægð
oft fer fótalaus maður á stúfana
Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt
Blindur er sjónlaus maður
(tileinkaður vigni) Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn
Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga
Minkar eru bestu skinn
Margur boxarinn á undir högg að sækja
Betra er að sofa hjá en sitja hjá
Oft er lag engu lagi líkt
Oft fer presturinn út í aðra sálma
prumpandi stuð hér á safninu, það er svo vont veður og grámyglulegt að það er næstum því eins og það sé nótt.
úff.
meira kaffi