þriðjudagur, nóvember 30, 2004

ég veit maður á nú ekki að vera að viðurkenna að maður þekki svona fólk... en þetta hér er hún Guðný Birna vinkona mín.

gúrka

stundum er ég geðveikt hneyksluð á því hversu leiðinlegar og óáhugaverðar fréttirnar geta verið. í gær var t.d. alllöng og ýtarleg frétt um eitthvað afríkuríki sem er farið að bjóða fólki skíðaferðir.
á sandi þeas.
mjög ansalegt að mínu mati. gleymum ekki hálfsíðufréttinni í morgunblaðinu þegar lögregluþjónn fylgdi andamömmu yfir götuna ásamt litlu ungunum sínum.
auðvitað er nú samt betra að heyra svona fréttir heldur en eitthvað morð og misþyrmingar. en þurfum við endilega alltaf að hlusta á eða lesa fréttir? getur fréttatíminn ekki bara verið styttri ef að lítið er í fréttum? fólkið í kastljósinu getur þá kannski leyft viðmælendum sínum að klára setningar í staðinn... for a change. sama finnst mér um moggann. ef mig langar til að lesa eitthvað skemmtilegt yfir kókópöffinu þá næ ég mér nú bara í andrés blað eða eitthvað.
en jæja, maður vinnur víst ekki allar orustur. orystur?
hvers konar orð er þetta nú eiginlega?
almáttugur.
ég þarf að fara að skella inn "skitið yfir íslenskt mál" færslu bráðum.
en það sem kom mér nú á bragðið að tala illa um ómerkilegar fréttir var (nema hvað) færsla úr hið skemmtilega suðuramt sem undirrituð er að slá inní þessum töluðu orðum.
innslegnu orðum.

29. janúar 1903
SA-D II nr. 661. um fótbrot Auðuns Jónssonar á Dagverðarnesi.

mér finnst...

...leiðilegt þegar fólk heldur afmælisveislurnar sínar á stöðum sem maður kemst ekki á

kalt....

..og nokkuð niðurdregin.

s.s. blá í orðsins fyllstu merkingu

föstudagur, nóvember 26, 2004

11. maí 1904
SA-D II nr. 596. Sakamál gegn Oddi Björnssyni í Snússu á Kjalarnesi (fyrir tvíkvæni).

hvernig er annað hægt en að stunda tvíkvæni þegar maður býr á bæ sem heitir "Snússa"?

miðstigsprófs-fígúra

hin fróma tótfríður var í hádeginu í sína fyrsta söngprófi. stemming engu að síður og ætlaði allt um koll að keyra. var það djörf að taka af mér gleraugun sem gerði það að verkum að ég sá hvorki né skynjaði nokkuð annað en óljósa skugga hér og þar í stofunni.
mjög áhrifaríkt. gleymdi samt heilu frönsku erindi og klúðraði uppáhaldslaginu mínu :( vona að signý sæmunds lesi ekki blogg fólks, það er nefnilega aldrei að vita nema ég hafi komist upp með herlegheitin. hver þarf réttan franskan framburð þegar hægt er að geifla sig í framan og vona að erindið sem maður gleymdi sé um það sama og erindið sem maður gleymdi ekki?
ekki ég.
en ég var soldið foj yfir uppáhaldslaginu mínu.
mjuh.
en svo endaði ég á því að syngja Wagnerinn minn og tók virkilega á því (útskýrir kannski af hverju mér líður eins og gamalli -Rauðri- blöðru), hreinlega Vældi í himnadrottningunni um að leyfa mér að drepast.
svo þegar ég rankaði við mér úr Wagner-Wímunni sá ég signýju sæm þurrka sér um augun og segja milli ekkasoganna:
"ég held ég bara geti ekki annað en gefið þér hreina tíu... þvílík frammistaða!"

Getraunin!!

nei þetta er ekki svona dagskráliður eða neitt þannig og mun örugglega ekki koma aftur hér á síðuna...
en nú spyr ég.
hverjir eru mennirnir?
:)

nýr linkur

bætist við. endar held ég bara með óskupum þessi linka listi minn. en hann er yfir á hana Sóleyju sem varð (skiljanlega) móðguð útí mig þegar ég sagði að flautuleikarar væru leiðinlegir og ég hataði þá.
sóley er s.s. flautuleikari.
þannig að ég verð einhvernvegin að troða þessu aftur ofan í mig, því svona þegar ég fer að hugsa málið þá eru flautuleikarar yfirleitt ekkert voðalega leiðinlegir. Bestaskinnið Eyjólfur er t.d. flautuleikari þó hann þykist vera einhver tenór núna og svo spilaði ég undir flautunni Berglindi í fyrra og ekki er hún leiðinleg þó hún eigi hvíta skó. svo á ég líka vinkonu sem heitir Tobba og er heldur betur hress og kát. flautuleikari.
þannig að nú ropa ég hátt eftir að hafa étið þetta allt til baka og bið þá sem fúlir urðu afsökunar.

urðu?

allavega.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

leiðrétting!

eins og maðurinn sem er alltaf að hitta móður mína í strætisvögnum bæjarins benti réttilega á eru tónleikarnir í kvöld klukkan 18:00.

dumma tóta

í hásölum! mæta
i want to live in a wooden house
making more friends would be easy
i want to live where the sun comes out

fortíðarljómi

er víst íslenska orðið yfir nostalgíu ef ég man rétt.
en ég er hér í þessum töluðu orðum ða hlusta á Coldplay, Pharachutes. minnir mig svo óskaplega á Stade ferðina okkar í janúar 2001 að ég er gráti næst. eða svona... kannski ekkert endilega gráti næst, bara hálf melló. varð svo yfir mig ástfangin af Lettneskum Hornleikara í ferðinni að annað eins þekktist varla. en hann vildi mig ekki, eins skringilega og það nú hljómar. sagðist eiga kærustu sem væri flautuleikari.
einmitt ein af þeim ástæðum sem ég Hata flautuleikara. hin er að þeir eru yfirleitt leiðinlegir.
fyndið samt hvað gamlar tilfinningar geta skotið upp kollinum þó maður sé á allt öðrum stað í lífinu og kannski búinn að "refresh-a" viðkomandi tilfinningu gott betur. t.d. myndi ég gubba af hlátri ef fyrrnefndi hornleikari skyti upp kollinum nálægt mér núna, ekki fræðilegur möguleiki í Geimi að mér finnist það sama um hann nú, eins og þá.

samt er ég hálf lin yfir að vera að hluta á þessa plötu.
kannski er ég bara svöng...
You are 80% Sagittarius



... heldur hótun



stundum þegar ég vakna langar mig afskaplega mikið til þess að fara aftur að sofa.

Minni á tónleika í kvöld kl. 18.00, Hásölum Hafnarfirði þar sem ég mun troða upp með einstaklega vel æfðu og skemmtilegu miðstigsprófsverkefni.
auk mín munu þau Finnbogi og Björk sýna sig og láta í sér heyra, aðalatriði kvöldsins er engu að síður ég og allt sem ég geri.
allir að mæta.

þetta er ekki boð...

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

subbusagan

þannig var mál með vexti að jónsætiogsísvangi bauð henni tótu sinni út að borða rétt eftir hádegið. gjörðumst við djörf mjög og fórum á ASK. namminamm. fengum okkur feitar klúbb-samlokur ásamt meðfylgjandi kartöflum. franskættuðum.
namminamm.
svo skundum við til vinnu, erum þar hress og kát og allir una vel við sitt. nema þá fær tóta litla skelfilega illt í magann. kannski ekkert skelfilega, en svona svolítinn seiðing og vissi hún þá af fyrri reynslu að aðeins eitt væri til ráða. Og sem betur fer er Þjóðskjalasafn Íslands nokkuð vel búið af hreinlætistækjum og fylgihlutum svo að athöfnin sem á eftir fylgdi var nokkuð einföld í framkvæmd.
hóst.
en guðminngóður fýlan sem fylgdi!! oj oj. hinn fyrrnefndi jónsæti var fyrir löngu búin að taka kúkafýluspreyið sem var til í sumar (út af því að einn sem vinnur hér var með sífelldan niðurgang í marga mánuði þangað til hann fór í aðgerð) og henda því af því að lyktin af því var næstum því jafn hroðalega og... jah... fýlan sem það átti að fela. en lítið var til ráða þannig að tóta bara þvær sér vandlega með sápu og lokar svo hurðinni, nær dauða en lífi. er þó ekki að hugsa um þetta frekar, svossem ekki í fyrsta skipti sem einhver eignast illa-lyktandi afkvæmi innan um gulu flísarnar.
Varla eru liðnar nema nokkrar mínútur þegar húsvörðurinn birtist í dyrunum með heilan her af PÍPURUM.
"jájá! það þarf víst að taka klósettin hérna niðri í gegn, við erum bara að tjekka á lögnunum og svona, gera smá vettvangskönnun... látið ykkur ekki bregða."

látið YKKUR ekki bregða hugsaði ég nú bara og stillti Wagner óperuna á fullt í heyrnartólunum svo ég myndi nú ekki heyra öskrin....

hún tótfríður harðdal...

...setti inn nýjan link. en vil ekki segja hver það er eða hvað hann(nú er ég ekki endilega að segja að bloggarinn sé karlkyns...) hefur áorkað í lífinu, út af allskonar konfliktum í hausnum á mér. stundum þekkir maður bara OF margar hliðar á OF mörgu fólki sem tengist á OF mismunandi hátt gegnum OF mismunandi aðstæður.
ef þetta gerir ykkur ekki forvitin þá veit ég ekki hvað.

en svo er þetta víst líka einhverskonar tilraun, hjá fyrrnefnda bloggara, svona að sjá hvað margir fatta bloggið án þess að hann (bloggarinn)auglýsi það á einn né neinn hátt.
nett.

svo langar mig ótrúlega mikið til að skella inn einni subbu-sögu... algjörlega óskylt öllu sem áður hefur fram. einn kaffibolli í viðbót og þá kemur hún.
hohoho!

vegna vondrar færðar ætla ég að biðja verndarengilinn minn hann Bob um að hjálpa gangandi vegfarendum í dag á milli 12 og 16.
vinsamlegast takið númer.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

tótfríður harðdal svarar Idol spurningunum

Fullt nafn: tótfríður harðdal
Fyrirmyndin í lífinu? bogi og örvar. fullir EN fyndnir.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? 304 kokteilar
Hvern myndir Uppáhaldsnafn (ef þú mættir velja þér annað nafn)? eitthvað sem er auðvelt að segja á fimmta glasi.. óa?
þú mest vilja hitta? henry V. heineken
Uppáhalds hlutur? myndavélin. fyrir blakkátin sko....
Æskudraumur? man það ekki, var í blakkáti
Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? skola mig bara vel uppúr einhverjum spíra... virkar yfirleitt.
Hvað sefurðu yfirleitt marga tíma á nóttinni? rúmi? á nóttunni? er í fyrsta lagi á djamminu og sef bara á daginn.
Leiðinlegasta sem þú gerir? vakna á kvöldin og gubba um leið og maður er búinn að fá sér sopa af góðum vin.
Ef þú fengir einn dag aleinn/alein, hvað myndirðu gera? vera í blakáti.
Ef þú gætir skipt um starf, hvað sérðu fyrir þér að gera? bruggari.
Leyniuppskrift fyrir hæsi og kvefi? vodki
Uppáhaldsmatur/uppskrif? vodki með skvettu af gini útí. skreytt með bjórhnetum.
Mannstu eftir mómenti? sem breytti öllu í lífi þínu? neibb, var í blakkáti.
Bugs Bunny eða Duffy Duck? duffy bunny, djöfulsins bull, þoli hvorugan
Skúrar þú heima hjá þér? já, með andlitinu
Hvar ætlarðu að eyða ellinni? á barnum með einn ískaldan

oj oj oj!

ég var að lesa hrottalegasta blogg í heimi. það var svo ótrúlega væmið og viðbjóðslegt að ég þurfti í alvörunni, frú Tinna Sigurðardóttir Maillard, að skreppa fram á klóstið (var reyndar mál -en alveg sama!)!
oj barasta.
hélt fyrst að þetta væri einhver sjúklega væmin stelpu-tuðra, en annað kom nú í ljós. drottinn minn dýri!

meira um óperuna

sem ég gleymdi var það að ég hitti Berglindi og Huga. það var geðveikt skemmtilegt, sérstaklega af því að þau voru að drekka rauðvín. mér finnst alltaf skemmtilegra að hitta fólk sem er með rauðvín heldur en annarskonar fólk, sem jafnvel heldur ekki á rauðvíni.
núna er klukkan alfeg að verða níu og þar sem skjölin sem ég þarf til að hefja vinnu mína eru læst og lokuð ofaní rammgerðum kjallara, neyðist ég til að gera eitthvað annað þangað til (æ æ) og eina fólkið sem er mætt online á þessum ókristilega tíma er einmitt það fólk sem framtíðar sinar vegna mætir í skólan eldsnemma. ég er semsagt í Hörkuvyðræðum vyð hana Berglindi um notkun Y og i ý almennum samræðum fólks.
svo var hún að bjóða mér í afmæli.
það fannst mér fallega gert. hefði jafnvel tárast nema augun á mér eru full af svona stýrum. stírum?
aaaaallavega.
svo er jónsæti í útlöndum. fór reyndar bara í gær og kemur á morgun. en sama. sakna afa :(
svo er hann alltaf að hringja og spurja mig hvað hann eigi að kaupa.
KAUPA!!
eins og maður geti ekki farið til útlanda án þess að sleppa sér í að eyða peningum!
nje. ætli það. svo er nú aldrei að vita nema hann kaupi eitthvða fallegt handa tótunni sinni... allt í læ að sleppa sér í því, guðminn góður þó það nú væri og betra ef fleiri tæku sér hann til fyrirmyndar. svo má líka alfeg bara leggja pening inn á reikninginn minn beint. kæmi sér afar vel.

AAAAAFAR VEL

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

það snjóar og snjóar og svo er mér svo kalt á puttunum að ég get varla slegið á lyklaborðið. sem verður nú að teljast töluverður ókostur, vinni maður við innslátt. samt hef ég reynt að drekka kaffi og hugsa dónó.
en mér er ennþá kalt.
svo er elskulegur jónsæti að fara til danmerkur á morgun. verður reyndar bara í 3 daga, en mér er sama. finnst það hroðalegt :( ætla flytja heim til mömmu á meðan og föndra geðveikt mikið af jólaföndri. svo er ég reyndar líka komin í smá drekasyrpu sem útskýrir skróp mitt í hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsögu. kjammkjamm.
en talandi um jónsæta þá er ég að bíða eftir honum núna á meðan hann er að ég veit ekki gera hvað... gerir hann sér ekki grein fyrir hversu kalt mér er orðið.
svo er líka brjálæðislega dimmt úti! á ekki að "birta til" (sagt með svona röddu) þegar snjóar? mér finnst nú bara ekkert "bjart til".
hehe.... nú var kona húsvarðarins að kveikja á útvarpinu, snild svona óhljóðeinöngruð hús. einangruð?
ein angruð kona. einn angraður maður.
manni dettur helst í hug í hug lagið "im angry because im cold and it´s dark" í þessum aðstæðum.
nei djók, það er ekki til neitt lag sem heitir þetta.
ble.

ég sakna tuma :(

alltaf fyndið

ég veit nú bara ekki hversu oft ég hef lesið þetta... en mér finnst það alltaf jafn fyndið.

-vertu fíbl-

1. Í hádeginu: leggðu bílnum og sittu í honum með sólgleraugu. Miðaðu með hárþurrku á bílana sem keyra framhjá. Athugaðu hvort þeir hægi á sér.
2. Kallaðu sjálfa þig upp í innanhúss kallkerfinu. EKKI reyna að breyta rödd þinni. 3. Stattu föst/fastur á því að netfangið þitt sé: Xena-Warrior-Princess@skjalasafn.is eða Elvis-the-King@hi.is eða olafur@ragnarsson.is
4. Hvert skipti sem einhver biður þig að gera eitthvað fyrir sig, spyrðu,má bjóða þér franskar með þessu?"
5. Stilltu ruslafötunni upp á skrifborðið með miða á sem segir,,Inbox"
6. Þróaðu með þér óeðlilega hræðslu við hurðahúna
7. Fylltu kaffivélina með koffínfríu kaffi í þrjár vikur. Þegar allir eru búnir að losna við koffínfíknina, fyllirðu á með espresso.
8. Á allar kvittanir skrifar þú; Fyrir kynlífsþjónustu.
9. Ljúktu öllum setningum þínum með; "...Samkvæmt spádómum."
10. Ekki nota punkta.
11. Hoppaðu í stað þess að ganga.
12. Spurðu fólk hvers kyns það sé. Hlæðu brjálæðislega þegar það hefur svarað.
13. Taktu sérstaklega fram í bílalúgusjoppunni að pöntun þín sé,,taka með".
14. Syngdu með í óperunni.
15. Farðu á ljóðakvöld og spurðu afhverju ljóðin vanti allan ryþma.
16. Hengdu flugnanet í kringum skrifborð þitt. Spilaðu frumskógarhljóð af diski alla daga.
17. Tilkynntu vinum þínum fimm dögum fyrir partýið að þú komir ekki því þú sért ekki alveg upplögð/upplagður.
18. Biddu vinnufélaga þína að ávarpa þig með Gladiator-nafni þínu, Rock Hard.

palli eldgamli...

...sendi mér þetta hérna hér. gælunöfn á alþingismönnum og fleira. funny

ó-hljóða-pera

ég fór á Sweeney Todd á föstudaginn. fékk boðsmiða sko gegnum hana elsku sætu Tinnu mína (sem á þökk skilið að nenna að umgangast mig yfirhöfuð, hvað þá að láta sjá sig með mér á almannafæri ;). jájá. reyndar hefði ég svossem líka getað fengið boðsmiða, nema ég var ekki með nemendaskírteinið mitt úr tónóhafnarfjarðar -AF ÞVÍ ÉG HEF EKKI FENGIÐ NEITT SVOLEIÐIS AF ÞVÍ AÐ ÞAU HAFA EKKI VERIÐ BÚIN TIL, svo þetta var auðveldast.
svona allavega.
og nú ætla ég að rakka niður þessa sýningu. byrja samt á því sem var verst og enda á því sem var best svo að Hildigunnur verði ekki brjáluð út í mig og felli mig í tónheyrn af því að 66,6 % systkina hennar voru í sýningunni. :D

Lóetta, leikin/"sungin" af Ingveldi ýr var hroðaleg. þvílík raddbeiting. held hún sé eitthvað að misskilja og haldi að orðið sé radd-Breyting, svo hrottalegt var þetta. nema kannski að raddböndin á henni séu í alvörunni staðsett í kokinu á henni og hljóðin myndist í alvörunni þar. Í ALVÖRUNNI! svo gerði hún akkúrat ekkert við aumingja Lóettu eins og það hefði getað verið Kikkassmoðerfokker fyndið og skemmtilegt hlutverk. ég reyndar sá kannski atriði í Lóettu sem enginn annar sá, eins og það að hún hefði verið kynóð og notfært sér asnalega strákinn sem snorri wium lék. but anyway. svo er ég nottla líka soldið öfundsjúk af því að MIG langaði til að vera Lóetta, þó ég hafi hvorki raddgerð, þjálfun, getu né hæfileika til að vera hún.

snorri wium, var asnalegur. fyrst fannst maður hann vera gamall kall (af því að hann ER gamall kall) og svo seinna meir kemur í ljós að þetta er bara stráksbjáni og vill að Lóetta sé mamma sín (aftur geri ég mér aðeins meiri grein fyrir þessum kynóða-misskilningi mínum). og er það bara ég eða Haltraði hann BARA eftir hlé?

maríus sverrisson, hefði átt að vera heima hjá sér. passaði engan vegin í hlutverkið, var alltaf að sveifla sér meðan hann söng (asnalega sveifla sér, ekki töff sveifla sér) og stappa (eins og Tinna benti svo skemmtilega á) og hvað er málið með RAPID WHITE tennurnar? langar ykkur á námskeið og læra að brosa svo að ALLAR tennurnar sjáist... call maríus. auðvitað var þetta kannski svona tilraun hjá einhverjum sniðugum til að gera óperuna meira "almenningslega" og hafa svona óperu "SLASH" söngleik, en þá hefði nú þurft meira til en einn slepjulegan permanettaðan sólbrúnan gaur í Röndóttum buxum. svo söng hann ekki vel.

örn árnason var fyndinn. og geðveikt töff líka, með ljótustu hárkollu í heimi og svo hvítmálaður í framan að liturinn skagaði langt uppí litinn á tönnunum í maríusi. svo var hann líka bara helvíti góður að syngja. maríus skagaði hátt uppí hann. okei nú er ég hætt að rakka niður þennan maríus.

Þorbjörn sæti var geðveikt sætur, og átti án efa fyndnustu aríuna þegar hann var alltaf að gaula "tilfinningalíf" og eitthvað svoleiðis. verst reyndar að allir hinir í umrædda kvartett/kvintett voru að kúka í sig. maríus var til dæmis mjög greinilega með kúkinn útu.... allavega. svo var karakterinn hans líka nokkuð góður. mér fannst hann hafa mátt vera kellingarlegri, en það er nú bara ég og mitt hommastand.

kórinn var geðveikur. og á einum stað meira að segja á geðveikrahæli. nokkuð nett. öll svona stór hópatriði fannst mér æði og YOU GO GIRL hallveig með fokkin sjöstrikað fís eða hvað það nú var! :) svo fannst mér ég nú þekkja nokkur feis, þó það hafi nú verið hálf erfitt oft á tíðum með allaþessa bauga útum allt. en whatever works, eins og kellingin sagði.

sviðsmyndin var ÓGEÐSLEGA flott! (loksins á "ógeðslega" rétt á sér ;) hef bara aldrei séð óperuna jafn töffaða og þarna. ljósin voru líka frábær og kaflinn þar sem kórinn söng í myrkrinu og kveiktu á vasaljósum framan í sig var Brilljant. reynar hugmynd sem var illilega stolið frá mér, vigni, Lilju, hreiðari og fleirum sem gerðu sama leik á ísafirði forðum daga, svona rétt fyrir háttinn. ef ég hefði fengið einhverju ráðið, hefði ég bara haft meira blóð. meira blóð meira blóð meira blóð, eins og stendur í jólakvæðinu.
aldrei of mikið blóð.

Ágúst er bestur. þvílíkur kroppur. æðisleg rödd. svo lengi sem hann þarf ekki að tala þeas. allavega skildi ég hann bara þegar hann var að syngja. og glottið í dyragættinni var BEST! BESTBESTBESTBEST!

og gellan á textavélinni! sú kunni nú til starfa ;)

jæja kids. gó wæld.

finnst ykkur stundum....

þegar þið talið við kjærastan/una ykkar að það sé eins og að tala við vegg?
góða djammið á tótunni laugardagskvöldið. fór í party með nonnanum hjá vinum hans sem hann er ekki búinn að hitta forever. og þar var fólk sko ekki feimið við súpa á. enda voru sumir svo að segja dregnir út í bíl til að fara í bæinn. ekki varð ég heldur minna hissa þegar sú sem ég hélt að væri næst mér í aldri, Aðalbeibið by the way, go var með þykkasta lagið af meiki og í flegnasta bolnum, stysta pilsinu... (you know the type) fór að tala um dóttur sína. tólf ára! átti svo tvö önnur líka. brjáluð stemming. en drullumikið fjör. fékk nokkrar safaríkar sögur af darlingdjonní frá því í árdaga þegar hann var ungur og óspilltur.
eða svo gott sem.
en ég fór eftir þessi óskup og hitti hommagreyin á cafecozy. fór svo á jón forseta og (aðégheld) eitthvað ball.
stemmari.
en svo þarf maður bara að fara að drulla sér aftur af stað í ræktina... búin að taka ansi marga letidaga uppá síðkastið með nammi og kóki og þvíumlíku. datt í mjólkurþamb heima hjá mömmu í gær. djöfl er mjólk góð.

leiðinlegt blogg?

leiðinleg tóta...

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

ooooo.... glorioses plaaaaaa -YES!


nei það er ekki verið að setja í mig stólpípu, heldur er ég að syngja fallegt lag. og í kvöld kl. 19:30 í Háskólabíói Íslands, sal 1, mun yðar einlæg einmitt flytja þetta fallega lag ásamt 4 einsöngvurum, kór og sinfóníuhljómsveit (en ég veit nú ekki hvað þeir voru að kalla til allt þetta aukalið... finnst röddin mín alltaf sóma sér best þegar hún er alein og óstudd), svo í ofanálag mun bíómyndin "jóhanna af örk" eða eitthvað svoleiðis (myndin er allavega UM hana) rúlla á bíótjaldinu fólki til gagns og gamans. eða gráts og gnístans, hún er ekkert rosalega hressileg.
myndin þ.e.a.s.
og ekki jóhanna heldur, en hún var nottla svikin og brennd og allt það svo það er nú ekki furða.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004


0911

ég lít út eins og...

tina turner.
nei ásdís ég er ekki að reyna við þig ;) en nú grátbið ég alla um að kvetja ungfrú tótfríði í því að klippa af sér allt hár fyrir jól og vera eins og manneskja þegar hátíðarnar ganga í garð. einnig bið ég fólk vinsamlegast um að senda póst á herrabyrjaðaníræktinni og lýsa þar með rökstuddum dæmum hversu gott sé að eiga stuttklippta kærustu, hve hagkvæmt það sé efnahagslega séð og að almennt álit fólksins á götunni sé eindregið að hallast í átt að því að kvenfólk sé stuttklippt.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Unglistar Plögg

já það er rétt. Strengjakvartettinn TUMI ætlar að lúta í duftið fyrir hinum almenna borgara og spila á Unglist 2004. á klassísku tónleikunum þeas. þó við séum nú eiginlega með fokking brjálæðislega rokkað verk. en við munum spila hinn melódíska og geðþekka kvartett nr. 8 eftir meistara Shostokovitz. okkur eru reynar sett þau takmörk að spila helst ekki lengur en 15 mínútur svo aðeins kaflar eitt og tvö verða spilaðir.
tek sérstaklega fram að í kafla 2 er flottasta víólusóló geims.

tónleikarnir byrja kl. 20:00 næstkomandi sunnudag, 7. nóvember 2004 og eru í hinu magnþrungna Tjarnarbíói. algjör skyldumæting fyrir aðdáendur- og stendur tótunnar, þar sem hún er jafnvel að spá í að fara í sturtu og gera sig almennilega útlits fyrir óskupin.

tootie applenose

>> Use the third letter of your first name to determine your new first name:
>>
>> a = poopsie b = lumpy c = buttercup d = gadget e = crusty f = greasy g = fluffy h = cheeseball i = chim-chim j = stinky k = flunky l = bootie m = pinky n = zippy o = goober p = doofus q = slimy r = loopy s = snotty t = tootie u = dorkey v = squeezit x = skipper y = dinky z = zsa-zsa

>> Use the second letter of your last name to determine the first half of
>> your new last name: a = apple b = toilet c = giggle d = burger e = girdle
>> f = barf g = lizard h = waffle i = cootie j = monkey k = potty l = liver
>> m = banana n = rhino o = bubble p = hamster q = toad r = gizzard s = pizza t = gerbil u = chicken v = pickle w = chuckle x = tofu y = gorilla z = stinker
>>
>> Use the fourth letter o f your last name to determine the second half of
>> your new last name:
>> a = head b = mouth c = face d = nose e = tush f = breath g = pants h =
>> shorts i = lips j = honker k = butt l = brain m = tushie n = biscuits o = hiney p = chunks q = toes r = buns s = fanny t = sniffer u = sprinkles v
>> = kisser w = squirt x = humperdinck y = brains z = juice

>> Thus, for example, George W. Bush's new name is Goober Chickenshorts.
>> William Jefferson Clinton is Bootie Liverbiscuits.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

ich meine gúde Deutch geglosen

eða á mannamáli, þá er ég að glósa þýsku aríuna mína sem ég á að syngja á stigsprófinu mínu. mig grunar að það kunni að hjálpa til að vita UM hvað blessunin er, auk þess sem ég á (ótrúlegt en satt) auðveldara með að muna utanað texta sem ég skil.
svo svona "whileimatit" fletti ég upp mínu fagra nafni, en það er ekki til í þýsku. guðisélof, bendi fólki á að fletta nafnorðinu "tóta" uppí íslensku orðabókinni :@ en það næsta sem ég komst var "Totalisator" sem þýðir "veðmálastofa".
þannig að þið skuldið endilega gefa mér alla peningina ykkar og kannski vinnið þið í veðhlaupinu "verður eitthvað úr henni tótu?" sem mun snúast um það hvort ég nái að verða að manneskju áður en ég drepst eða ekki.
miklar vinningslíkur og veðhlaupahestur af góðu kyni, er kominn með sæmilegan knapa, en líkurnar minnka þó sem á líður svo nú er hver að verða síðastur.
jee...

aber nu darf ich meine arien geslutten fur meine gesange-zeit bist hier.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

tuma æfing í kvöld, húrra húrra!
viðerum nefnilega að fara að spila á unglist næsta sunnudag.
allir að mæta.
ég myndi nú segja meira um þetta, ef ég vissi meira. en svona er það þegar maður er yfirleitt aldrei að fylgjast með einu né neinu...
oh well...

garfield klikkar ekki

nema er maður ætlar að láta hann birtast á blogginu manns...

Tommi kúkar á sig

já neinei, ég er alls ekki gay. ég er bara svona hommalegur í útliti, ekkert sem ég get gert í því. smá maskari og kinnalitur er nú bara eitthvað sem allir karlmenn nota. og þó ég DÁI beckham og er number one aðdáandi (sem á bytheway mestu peningana) er það als ekki kynferðislegt, ég hef alltaf haft gaman af fótbolta (strákar í stuttbuxum, slefslef)

skúli fúli fær að víkja....

...fyrir bróður sínum Lúlla Leiða.
ég er semsagt búin að þróa með mér enn einn alter-egóinn. það er nottla nauðsynlegt að búa sér bara til karaktera til að takast á við mismunandi aðstæður og tilfinningaflækjur. þá þarf maður sjálfur ekkert að gera, felur sig bara bak við Skúla fúla, eða þá Lúlla Leiða ef því er að skipta, og er svo bara kátur og hress þegar allt er yfirstaðið. spotless and carefree. næstum eins og ónotað dömubindibar. svo að auki er maður bara nokkurnveginn í blakkáti, man ekkert hvað gerðist eða út af hverju. tekur enga ábyrgð á sögðum orðum og framkvæmdum vondum hlutum.
je.
kaffi anyone?