föstudagur, september 10, 2004

he he he


stal þessu af síðunni hennar Hildigunnar sem stal þessu af síðu hjá konu sem heitir Anna (ekki nein af þeim önnum sem ég þekki samt) og ég býst nú alfeg eins við að þessu verði stolið af mér. sem er nett. ætli samfélagið sé kannski að breytast, allir stela af öllum og allir bara sáttir við það?

hmmm.
pæling
fann þessa líka sætu mynd af nágranna mínum :) hehe

blaut og köld en með góða hugmynd
fröken tótfríður labbaði í vinnuna í morgun. tók hana að vísu hálftíma, en labbað var það heillin. ekki samt til heilla eins og mun rekjast hér á eftir. þar sem ég er enn að þrjóskast við að fara að nota góðufalleguhlýjuvindogvatnsheldu úlpuna mína (þetta er VETRAR-úlpa fyrir úthverfan grátur*) þá var mér bæði kalt og blautt.
eða hvernig sem það er nú orðað á góðri lensku fyrir ísa... en allavega þá var ég hvorki þurr né hlý þegar ég staulaðist upp stigann hér á skjaló nær dauða en lífi. og svo komst ég að því að það er næstum allt lokað á laugaveginum til 10!! hverskonar verslunarmennska er það nú eiginlega?! hvað með fólkið sem vaknar hresst og kátt uppúr hálfsjö-sjö leytinu og vill endilega skella sér á laugarann og máta föt, fá sér pulsu eða kaupa sér úr?
ég er bara mjög hneyksluð.
en svo var ég að fá svona líka brilljant hugmynd sem tengist bæði morgnum og laugaveginum, skemmtilegu fólki og kaffi... tí tí hí :)

*lauslega þýtt (þýdd) úr ensku