laugardagur, september 23, 2006

komin aftur til Birmingham

já það held ég nú. búin að koma mér þokkalega vel fyrir í FJÓLUBLÁA herberginu. sem væri nú ekkert jafn hræðilega FJÓLUBLÁTT ef ekki væri fyrir þessa ógeðslegu pastel grænu lista meðfram öllu. svo maður tali nú ekki um hurðarnar og horror of-bleiku gardínurnar.
úff.
en gardínurnar fengu að fjúka og svo er bara að hengja sem mest á veggina, óska hér með eftir póstkortum, plakötum og fallegum teiknuðum myndum (ekki endilega eftir börn) til að bjarga sjóninni minni í vetur.
jess
annars er ég hálf sorgmædd, mamman mín besta var nefnilega að fara aftur heim til Íslands, búin að vera með mér í nokkra daga, fór með mér í IKEA (sem var nú heldur betur ferðalag... getur verið ég fari útí díteila á því seinna ;) og í leikhús og út að borða. svo þurfti hún líka greyið að versla sér föt.
það var næstum því fljótgert í HM. nema hvað.
ég ætti nú kannski að fara að róa mig í þessu svía-hatri mínu, ég geri ekki annað en að versla við sænsk fyrirtæki.
oh well.
en hann David óþolandi paranoju sjúklingur og dæet kók þambari verður mér til halds og trausts fram á mánudag, en þá þarf ég líklega að fara að byrja að vera vingjarnleg við annað fólk og eignast nýja vini. :(
djók, það er stuð líka. var t.d. að eignast húsfélaga í fyrradag. heitir Kristine og er frá Þýskalandi, lærir lögfræði og er mjög indæl. ljóshærð með stór blá augu og fyllti baðherbergið af snyrtivörum (það litla pláss sem var eftir þegar að David var búin að skella sínu dóti) þannig að þetta fer nú alfeg að verða eins og hús bráðum.
jámm.
fjórði fasti íbúi hússins, einhver kvenmaður sem heitir Vicky (kannski pollard?) hefur enn ekki sést og er það nokkuð spennandi að vita hvort hún sé í alvörunni til, því við erum búin að heyra helling um hana, tala við hana í síma (auðvelt að feika það) og ganga frá póstinum hennar hátt á fjórða mánuð en aldrei barið hana augum.
húrra fyrir því.
allavega, nú held ég að ég fari inná skólavefinn og skrái mig í þessi aukafög sem ég verð víst að taka til að ná árinu og svo er það morgun-lúrinn. það er náttúrulega snarfáránlegt að senda fólk í lest um sjöleytið svo það nái flugvélinni sinni.

until later (eins og hér er sagt)

yours tootie