mér finnst bloggið mitt leiðinlegt. en ég ætla nú samt ekki að gerast blogg beiler eins og svo margir. enda ekkert ég sem les bloggið mitt oftast, haha!
er að gubba úr þreytu, samt lagði ég mig. áttu aðvera 20 mínútur en urðu 2 tímar. búbbs! og þetta sem átti aðvera stóri-langi-ítarlegi æfingardagurinn minn.
en eins og viskustykkið Þórunn Guðmundsdóttir sagði, þá er ekki til leti, aðeins er líkaminn þreyttur og þarfnast hvíldar.
ble.
svo er nú líka allt í lagi að láta reyna á rifþolin í nágrönnunum og æfa til 9 í kvöld. þau hafa ekki kvartað hingað til. og hvað er huggulegra á sunnudagskvöldi en nokkrir klukkutímar af ljúfu víóluspili?
tala nú ekki um hindemith sóló sónötu.
jæjajæja *dæs*