föstudagur, maí 09, 2003

nú fer ég að fara heim, enda klukkan farin að ganga sex. SEX. svo ég ætla að drífa mig heim og þaðan í sundlaugina.
maður er svo ótrúlega magnaður þessa dagana.
annars óska ég öllum góðs gengis við að kjósa og endilega hringiði í mig, ég verð kannski með party ;)
knúsí-búsí!!
tótL.

ég þekki einn strák sem er kannski ekki beint ofsalega gullfallegur... bara svona venjulegur þið vitið. soldið feitur og með úfið hár. svo getur hann verið svo þreytandi stundum að manni langar til að öskra, tuðið er svo rosalegt að það liggur við að hann slái Kidda frænda út.
en þessi tiltekni strákur er með svo oooooooofsalega falleg augu að ég held ég hafi bara sjaldan séð annað eins. þau eru stór og blá, en virðast skipta um lit eftir því hvernig peysu/bol/skyrtu hann er í. ef hann er í ljósu þá eru þau ljós, ef hann er í dökku þá verða þau dökk. einu sinni sá ég hann í dökkblárri og hvítköflóttri skyrtu og ég get svo svarið fyrir það að ég sá hvítar rendur í augunum á honum.
svona næstum.
svo er ég alltaf að glápa í augun á honum, ferlega vandræðalegt, eins og ég sé einhver voðalegur stalker...
en svona getur þetta verið með augun. þannig að ef þið eruð með ljót augu, gleymiði þessu. heimurinn þarfnast ykkar ekki.
segi svona
oh!
ég var númer 5004, ég hefði ekki átt að fara í mat...
:(
en hver ætli hinn heppni sé?
jæja gott fólk, gerið ykkur reiðubúin fyrir.....




HÖFUÐSYNDIRNAR Í HÖFUÐBORGINNI.
fyrsti kafli



Það er kannski rétt að byrja á því að kynna aðalsöguhetjuna til sögunnar, því þessi frásögn er jú af henni. eða honum réttara sagt. Hann heitir Lúðvík. Lúðvík Lárusson. 25 ára gamall, skolhærður með blá augu, meðalhár, meðalfeitur, notaði eitt sinn gleraugu, en er hættur því núna, gengur um í nýjustu tísku, er ekki með kúlurass, en með aflitaðar FM-strípur á hnakkanum, svo hann er í rauninni bara flottur gæi. Svona þannig. Sérstaklega eftir að hann hætti að nota gleraugun. En það breytir því ekki að daginn sem ævintýrið okkar byrjar var rigning.
Það var smeðjulegur og leiðinlegur maí morgun, þ.e.a.s morgun hjá Lúðvík, enda nýfarinn á fætur, klukkan var að verða tvö. Það rigndi og hvergi sást til sólar, sem var kannski ekki skrítið ef maður hugsar út í það, því að Lúðvík bjó í kjallaraherbergi í blokk og eini glugginn var hringlótt op sem einu sinni hafði verið gat fyrir útleiðslurör úr þurrkara. Hann var nýstaðinn upp og búinn að setja gel í hárið þegar síminn hringdi. Hann skaut nokkrum þykjustu skotum á nakta spegilmynd sína í speglinum, sem þó var með gel í hárinu og sagði "dónt mess viþþ mí moþer fokker" nokkru sinnum með bíómynda röddinni sinni áður en hann svaraði.
"Jaaaaaá?" Lúðvík lagðí sig ávallt í lima við að vera dularfullur þegar síminn hringdi...
"er þetta Lúðvík?" sagði kvennmannsrödd, og hljómaði MJÖÖÖG örvæntingarfull. "Ég sá sko auglýsinguna þína í blaðinu og…"
"Já, það er Lúðvík sem talar!" Flýtti hann sér að segja og hlammaði sér á "skrifstofuna" sína, sem samanstóð af lélegum skrifstofustól, auðri hillu í hillusamstæðunni og þeim hluta herbergisins sem ekki var þakinn tómum pizzukössum og kókflöskum.
"Já sæll vertu, ég sá auglýsinguna þína í blaðinu og mér fannst ég verða að hringja, það er engin önnur leið eftir!" Hún kjökraði smá. "það er nefnilega þannig að ég held að kærastanum mínum hafi verið stolið!!!" Hún fór að væla.
"Hvað ertu að segja?! En hræðilegt!" Svo mundi hann allt í einu eftir sér og bætti við smeðjulega..."Hvernig get ég aðstoðað þig ljúfan? Yndislegt að fá bæði verkefni og fagra stúlku!" Það var þögn í stutta stund.
"ég er sko eiginlega strákur..." sagði "konan" þá skyndilega með örlítið dýpri röddu og var steinhætt að væla.
Lúðvík svelgdist svo á að hann var nærri dottinn af stólnum.
"En sagðiru ekki kærastanum þínum?" Hváði hann svo að lokum.
Það var aftur þögn.
"Ég er samkynhneigður." sagði "konan" þá enn dýpri röddu.
Ótal spurningar flugu í gegnum höfuðið á Lúðvík í næstu stuttu þögn.
Var ekki halló að taka verkefni hjá homma?
Yrði honum strítt af samkeppnisnautum sínum?
Í hvað fötum átti hann að fara?
Vantaði honum samt ekki pening?
Muna að taka upp innlit/útlit á meðan hann væri úti.
Skipti það nokkru þó að konugreyið væri strákur?
Var búið að gefa fiskunum?
Að lokum ákvað hann þó að taka verkefnið að sér. Hann mælti sér mót við "konuna" sem hét fullu nafni Hreggviður Barkarson (og ætlaði að bíða eftir honum á kaffi París í hvítum stuttermabol með rauðri rós á) seinna um daginn og lagði á. Það væri ekkert öruggt að fá upplýsingarnar um fórnarlambið gegnum símann…. maður veit jú aldrei…
Lúðvík stóð upp úr stólnum og gekk að speglinum. Kannski hann þyrfti að fara að drífa sig í föt, svona áður en langt um liði…. og þó, hann tók samt nokkra Elvis slagara fyrst og nokkra "ar jú lúkkíng at mí pönk?" áður en hann fór að leita á gólfinu hvort hann fyndi ekki einhver sækilega hrein og lítið krumpuð föt.
Hver stal týnda kærastanum?
Kemur Hreggviður á Kaffi París í hvíta bolnum með rósinni?
Á Lúðvík eftir að finna hrein föt á gólfinu?
Hver er konan á efri hæðinni?
Ætli einhver muni eftir að gefa fiskunum?
Allt þetta og meira...í næsta þætti af
HÖFÐUSYNDIRNAR Í HÖFUÐBORGINNI
Stefnir á að FIMMÞÚSUNDASTI gesturinn komi inn í dag... vantar aðeins 20 manns þegar þetta er skrifað.
jess.
bjór í verðlaun!! (ég held nefnilega að ég verði fimmþúsundasti)
jæja þá eru 10 manns búnir að taka þátt í skoðunarkönnuninni um það hvort Lúlli Lárusson birtist á blogginu eður ei og mun hann því birtast hér seinna í dag.
reyndar ætlaði ég nú aldrei að láta þessa skoðanakönnun, var löngu búin að ákveða að birta Lúlla hvort sem fólki líkar betur eða ver. þetta er jú mitt blogg.
jess!
voða er maður hress.
ég svaf nefnilega yfir mig og fór EKKI í sund :( sem er nottla hneyksli. manni er alltaf sagt að fyrsta vikan sé erfið þegar maður er í svona "hættaaðveraspikfeit" kúr, en neinei... það er ekki fyrr en í lok annarar vikunnar sem tótan er að niðurlotum komin. úff.
en mér til málsbótar má nefna ÞVÍLÍKA andlega spennu í gærkvöldi yfir Bachelorette helv. þáttnum og svo fór ég í alltof langan göngutúr. ætlaði bara að vera í hálftíma, en var í einn og hálftíma, þannig að ég fór ekki að sofa fyrr en hálf eitt.
jess.
en ég ætla í sund eftir vinnu. allir velkomnir! :)