þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
föstudagur, maí 09, 2003
ég þekki einn strák sem er kannski ekki beint ofsalega gullfallegur... bara svona venjulegur þið vitið. soldið feitur og með úfið hár. svo getur hann verið svo þreytandi stundum að manni langar til að öskra, tuðið er svo rosalegt að það liggur við að hann slái Kidda frænda út.
en þessi tiltekni strákur er með svo oooooooofsalega falleg augu að ég held ég hafi bara sjaldan séð annað eins. þau eru stór og blá, en virðast skipta um lit eftir því hvernig peysu/bol/skyrtu hann er í. ef hann er í ljósu þá eru þau ljós, ef hann er í dökku þá verða þau dökk. einu sinni sá ég hann í dökkblárri og hvítköflóttri skyrtu og ég get svo svarið fyrir það að ég sá hvítar rendur í augunum á honum.
svona næstum.
svo er ég alltaf að glápa í augun á honum, ferlega vandræðalegt, eins og ég sé einhver voðalegur stalker...
en svona getur þetta verið með augun. þannig að ef þið eruð með ljót augu, gleymiði þessu. heimurinn þarfnast ykkar ekki.
segi svona
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli