föstudagur, júlí 04, 2008

útlagning


er á leiðinni til Siglufjarðar á eftir með hinni frægu Ungfóníu. skv. morgunblaðinu er ég reyndar ekki í þeirri sveit því hún mun innihalda nemendur á aldrinum 14 til 25 ára.
og því miður er ég hvorugt.
þetta hlýtur nú samt að vera ókei, svona um leið og ég finn svefnpokann minn og dýnu. það er af sem áður var þegar gamla fólkið fékk að sofa á virðulegri stöðum en skólagólfi... en þá veit maður líka hverjum maður gerir ekki greiða næst.
annars er ég komin Langleiðina að pakka uppúr pappakössunum fjórum sem innihéldu breska dótið mitt. er búin að skella upp speissjippinu (tölvan sem ég er akkúrat núna fyrir framan) og einni hillu, svo það er bara smotterí eftir. eins og tildæmis að koma öllum fötunum mínum fyrir (virðist sem allar hirslur hafi sjálfkrafa fyllst af herraskyrtum og jakkafötum meðan ég var í burtu), raða bókum upp í hillu og koma skikki á nótnamál.
núna er ég hinsvegar að spá í að skella mér í sund.
eða bara hanga á netinu. :)