þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
mánudagur, júní 02, 2003
jæja kæru börn og aðrir.
nú er ég, ungfrú tótfríður harðdal farin til Egilsstaða í góðan fíling með óperustúdíói austurlands og sé ekki fram á að geta stundað blogg næstu tvær vikurnar. þykir mér það afar leitt.
en endilega verið ófeimin við að gera allt það sem þið gerið venjulega, þó það sé leiðinlegt, og svo kem ég tvíöfluð til baka 14. júní.
kærar kveðjur
tóta
RÁÐHILDUR BÚIN AÐ EIGA!
eignaðist sætan og skemmtilegan lítinn strák. 15 merkur og 51 cm.
til hamingju hamingju hamingju Elsku elsku Rása, Jón og Laufey!
eignaðist sætan og skemmtilegan lítinn strák. 15 merkur og 51 cm.
til hamingju hamingju hamingju Elsku elsku Rása, Jón og Laufey!
annar júní. til hamingju með afmælið í gær Ráðhildur og til hamingju með afmælið á morgun, amma. svona er fólk sniðugt að eiga afmæli í byrjun mánaðarins. jessör.
helgin var alfeg hreint ótrúlega sniðug, spilaði í giftingu og fór á rauðvíns-osta-klassísktónlist-snobb fyllerí með Baldri, Eydísi, Sif og Gunna. það var geggjað. tókum smá tónlist á þetta, ég kom með hindemith (hvað annað) baldur var með bruckner níundu og sif kom með shostakovitz sellókonsert. Gunni kom með Frekar mikið af óbó tónlist, m.a. verk eftir Britten sem ég bara verð að eignast. reyndar verð ég helst að eignast Britten complete safnið, það er allt eftir þennan gaur svo ótrúlega gott.
úff.
bara ef að allir hommar væru svona nytsamlegir (djók)
og eydísin litla kom með bambolei-ó, beint úr giftingunni. geggjað.
ég var reyndar í svaka stuði og manna minnst til í það að fara heim þegar klukkan var að verða 3. en Sif var orðin svo þreytt greyið litla, enda búin með hátt á TVÖ rauðvínsglös og Baldur orðinn skrítinn til augnanna. hneyksli. en það sem var setti rúsínuna yfir í miðjuna á hvítlauksbrauðinu með rækjusalatinu var þegar tóta (ásamt eydísi) skokkaði heim til sín og náði í dagbók eina mjög HESSA frá danmörkuferð ofangreinda (mínus gunnar) síðasta sumar. það var dátt hlegið og mikið gert grín að/af fólki. nefni dæmin "skinka og sif", "lesnar eru bjórfréttir frá bjórstofu íslands (endurtekið)" og gullþriggja kornið "er opið til lokunar" sem snillingurinn Anna Borg sendi frá sér í gúddí fíling.
það er gella sem veit hvað klukkan slær þegar hún er að verða korter í níu. klukkan, þ.e.a.s. ekki Anna.
fjör í firðinum :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)