laugardagur, september 17, 2005

ég get ekki sofnað :( sem er ömurlegt. og mér er ógeðslega kalt á tánum og á puttunum. sem er heldur ekki gott. ble. það er samt ógeðslega gaman að eiga svona tölvu alfeg sjálfur :) ég er bara endalaust eitthvað að musast. búa til skrínseiver og svona. úff þvílíkt fjör.
borðaði matinn minn með tvemur ungverskum stelpum áðan. fjandi eru ungverjar alltaf skemmtilegir :) ótrúlega líbó fólk sem er geðveikt þægilegt að vera í kringum (ertu ekki sammála mér SIF?). vorum einmitt að hrylla okkur við því að núna á mánudaginn hættir þetta að vera "international" campus, því hitt liðið er að koma þá. kannski verður það bara fínt. þá þarf ég reyndar að fara að banka alltaf áður en ég skelli mér á dolluna, frekar leiðinlegt. það er sko nefnilega eitt klóst fyrir tvö herbergi. og það er ekki hægt að læsa! ómæ. reyndar getur maður læst klósettinu ef maður er inní herberginu sínu, en ekki ef maður er inná klósettinu.
meikar þetta einhvern sens?
held ekki. en mér er svossem nær að vera að röfla þetta, klukkan langt gengin þrjú. ég sem ætlaði að vakna eldsnemma, æfa mig og fara á bókasafnið... það var nú svossem ekki meira planað. er búin að kaupa allt sem ég taldi vera mjög NAUÐSYNLEGT fyrir mig sjálfa að kaupa.
fullt af drasli sem sagt.
þannig að ég veit ekki hvað gerist hjá manni næst... kannski fari að kynnast fólki eða eitthvað. nje.
meira gaman bara að hanga heima og vera í tölvunni. eða svona. ég er að reyna að skella myndum inná flikkið, gengur óóóóóóótrúlega hægt.
oh well.... can´t be always christmas