fimmtudagur, september 04, 2003

nýr linkur
og ekki af verri taginu, heldur bara sá hinn sjálfur í eigin persónu, Hjörtur úr Hljómeyki!
þetta hljómar nú næstum eins og ekkvað listamannanafn, jahér :)

www.moldvarpan.blogspot.com
það er geggjað langt síðan ég hef hlustað á koRn af einhverjum mætti. en nú er sá tími minnar ævi kominn á ný.
ROKK OG RÓL!
búin að fá nóg af helvítis píkupoppinu. YEAH!
ég ætlaði að halda brjálað matarboð á laugardaginn af því að þetta er fyrsta fríhelgin hans vignis í marga mánuði, við ætluðum að djamma þvílíkt og vera með snarklikkuð læti.
svo fer fólk bara að bryðja sýklalyf eins og það fái borgað fyrir það! eins og maður geti ekki farið í nefaðgerðir alla daga, allt til enda veraldar.
hrumpf.
svo þykist hinn fjölkvæningurinn minn ætla að fara uppí sveit! ég held nú síður!
þetta kallar maður vini sína!
ég er næstum því soldið fúl, nú verð ég að halda brjálað matarboð með einhverjari annari yfirskrift og djamma tvöfalt meira og vera með snarklikkuð læti á við tvo, eða þrjá.
jah það er ekki fyrir hvern sem er.
nú ætla ég að hlaupa útí búð og kaupa mér ís með honum jóni sæta áður en að allir verða ógeðslega fúlir :p
yfir Ebró-fljótið Sökkar!

ég er ekki ennþá búin að lýsa yfir þeim ótrúlega bókmenntasigri sem mér hlotnaðist nú ekki fyrir skömmu, en ég náði nefnilega að klára bókina "yfir Ebró-fljótið" eftri álfrúnu gunnlaugsdóttur. er þetta lang lang lang leiðinlegasta bók sem ég hef á ævi minni neytt sjálfa mig til að þræla mig í gegnum. ég er nefnilega haldin þeim kvimleiða vana að klára þær bækur sem ég byrja á. hryllingur. þarf endilega að venja mig af þeirri vitleysu.
hún er bæði löng, leiðinleg, illa skrifuð og tilgangslaus. umfjöllunarefnið er glatað, frásögnin léleg, eitthvað helvítis kort gegnum gangandi í alla bókina, svo maður er alfeg að verða geðveikur. hverjum er ekki sama hvað hæðirnar á spáni heita? garg. aðalsögupersónan er svo DULL að ég hef aldrei kynnst öðru eins. hann er alltaf í fýlu, hefur engar skoðanir og breytist ekki á einn né neinn hátt í gegnum alla söguna. svo maður gæti í rauninni lesið síðasta kaflann strax á eftir þeim fyrsta og ekki missa af neinu. plottið er það að konan hans er dauð og hann fattar það ekki fyrr en í síðasta kaflanum.
ho! nú vona ég svo innilega að ég hafi eyðilegt bókina fyrir einhverjum. þeas, eitt góðverk enn í góðverkabanka þórunnar.
semsagt, í beinum úrdrætti... leiðinlegast bók í heimi. ég held svei mér þá að viðskiptablaðið sé skemmtilegra.