fimmtudagur, nóvember 20, 2003

ég bætti við link á blogg hjá konu sem ég veit ekkert hver er eða hvaðan. bara soldið fyndið blogg.
svona er ég snarklikkuð í hausnum.
algjör wakkó
sækópatt
kúkú kisulóra
brjáluð

jeeeeesss

http://www.liscious.net/piehole

setti líka link á orkester norden og eddu miðlun.


Sibelius rokkar
hann sibbi okkar er svo spikfeitur rokkari að ég næ varla andanum. er að hlusta á disk sem ég keypti á útsölumarkaðinum hræðilega í perlunni hér um árið. eiginlega það eina skemmtilega sem ég hef keypt í þeim viðbjóð... en allavega, þá er þetta kúl diskur með nokkrum sinfónískum verkum og ég er gjörsamlega með eitt hér á heilanum. kannski ekkert mjög viturlegt þar sem það er um mjög ógiftusamlegt skíðaspor.
það eru nottla bara snillingar sem semja sinfónísk verk um Skíðaspor. sérstaklega þegar ljóðið sjálft er ekki sungið eða neitt svoleiðis. kominn tími til að gefa þessum söngvara-gerpum smá frí og láta atvinnumennina um þetta (he he).
en ljóðið er eftir gaur sem heitir Bertel Gripenberg og er án efa mjög frægur og skemmtilegur, og á þessari útgáfu sem ég er með er það töffarinn Lassi Pöysti sem les ljóðið yfir hljómsveitinni. eða hann hefur kannski staðið fyrir framan, gæti verið. og það sem er mest kúl í heimi, er að hann les þetta á Finna-Sænsku, sem er flottasta tungumála-afbrigði í heimi. uppáhalds setningin mín er

"vad stjärnorna blinka kalla,
hur skymmande skogen står,"


en ljóðið er nottla megaþunglynt og ógeðslegt og fjallar um skíðaspor (far eftir skíðamann eða ekkvað þaðanaf verra) sem fer inní skó og hverfur svo. hmoah ho ho ho!
krípí sjitt. þeir kunna þetta finnarnir...


Ett ensamt skidspår som söker
sig bort i skogarnas djup,
ett ensamt skidspår som kröker
sig fram över åsar och stup,
över myrar där yrsnön flyger
och martall står gles och kort -
det är min tanke som smyger
allt längre och längre bort.

Ett fruset skidspår som svinner
i skogarnas ensamhet,
ett människoliv som förrinner
på vägar som ingen vet -
i fjärran som hjärtat bar -
ett slingrande spår på skaren
min irrande vandring var.

Ett ensamt skidspår som slutar
vid plötsligt svikande brant
där vindsliten fura lutar
sig över klippans kant -
vad stjärnorna blinka kalla,
hur skymmande skogen står,
hur lätta flingorna falla
på översnöade spår!

Bertel Gripenberg
flateyjargáta öll
ég kláraði gæðabókina "Flateyjargáta" fyrir nokkrum dögum, átti bara eftir að segja ekkvað misjafnt um hana hérna... en ég bara verð að segja að blessuð bókin er ágæt. byrjar illa, en er svo sniðug fyrir rest. fullt af skemmtilegum karakterum og svona. kannski ekkert bók sem maður lætur jarða með sér á brjóstinu, en ágæt. gef henni 3 drullubollur af 5.



Flateyjargáta

Viktor Arnar Ingólfsson



er svo byrjuð á næstu, tsjekki át
manntalið...
... er alltaf jafn skemmtilegt. eiginlega það drullu áhugavert að ég bara verð að líta undan á hálftíma fresti svona til að ekki kafna úr hlátri. reyndar kom nú soldið fyndið áðan, en það er nú kannski ekkert endilega fyndið fyrir alla. en mér fannst þetta allavega sniðugt... en það er bærinn Titlíngur í Berunessókn. og þar er einmitt húsbóndi að nafni Snjólfur. gleymum svo ekki niðursetninginum Antoníusi Antoníussyni.
sccccccchhhhhtiiiiiimmung!!
mikið verður annars gaman hjá mér eftir Tuttugu daga :) ví ví ví!
uppskriftir
konum finnst gaman að elda. allavega sumum konum. allavega finnst sumum konum svo gaman að elda að þær tala stanslaust um uppskriftir. en eins og flestir ættu að vita er matur oft gerður eftir uppskriftum. en ég var einu sinni að vinna á kvennavinnustað (blessuð sé minning þess hræðilega tíma og guði sé lofgjörð og þökk fyri að hafa bjargað mér þaðan) og var varla búin að vinna nema í nokkra daga þegar ég var komin með ljósritaðar uppskriftir í allar töskur, vasa, hólf og þetta var liggjandi á velflestum frístandandi borðum heima hjá mér eins og hráviði.
hvað er þetta með konur og uppskriftir?
af hverju tala karlar aldrei um uppskriftir? þeir elda nú alfeg velflestir og hafa gaman af, en aldrei sér maður kall með fullan bíl af uppskriftum.
er þetta kannski ekkvað flókið félagslegt form kvenkyns tilfinningavera sem brýst út á þann skrítna máta að láta kunningjakonur sínar fá pappírs snepla?
eða kannski móðureðlið ógurlega, að í stað þess að gefa kunningjakonum sínum mat að borða, þá eru þeim látnar í te aðferðir til að búa til mat?
eða er þetta kannski einhverskonar sýni- og montþörf... þannig að kunningjakonurnar finna til smæðar sinnar yfir að hafa ekki prófað viðkomandi uppskrift?
eða kannski bara pjúra góðmennska og gott innræti að vilja deila vellíðan þeirri að borða góðan mat með því að útbýta uppskriftum?
jah nú er mér spurn.
en þetta var nú bara svona pæling, aðallega af því að ég er svo óskaplega svöng. vona að Jón eigi einhvern mat uppí ísskáp sem ég get stolið. HOHOHOHOHOHO!
svo verð ég nú bara að skella hérna uppáhalds uppskriftinni minni, því "after all" þá er ég nú kona. allavega síðast þegar ég gáði. svo eru jólin líka alfeg að fara að koma... :)
enjoy!


Einfalt finnskt jólaglögg
1 líter finnskur vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með greni.